is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13830

Titill: 
  • Titill er á þýsku Bastian Sick. Die Sprache und der allgemeine Sprachgebrauch in der Gegenwart, Diskussion und Kritik
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bastian Sick er einn áhrifamesti málfarsgagnrýnandi og málræktandi síðustu ára í Þýskalandi og farsæll höfundur Zwiebelfisch-dálksins. Dálkurinn hans sló í gegn og bókarröðin „Dativ ist dem Genitiv sein Tod“, sem sett var saman úr bestu greinum Sicks, sló í gegn og varð að metsölubók. Markmið mitt með þessari ritgerð er að greina frá nokkrum atriðum sem eru í forgangi hjá Sick með dæmum úr bókarröð hans og dálkum.
    Ég mun einnig greina frá því, á hvaða hátt hann gerir grein fyrir vandamálum þýskrar tungu í bókum sínum og fyrirlestrum. Annar mikilvægur punktur í ritgerðinni er að greina frá mögulegum ástæðum fyrir velgengni Sicks. Þessi ritgerð felur ekki í sér yfirlit yfir alla þá málaflokka sem hann skrifar um, til þess kemur hann of víða við. Þetta gerir það gagnrýnendunum erfitt fyrir að skrifa ítarlega umfjöllun um Sick, sérstaklega þar sem að mikið af skrifum hans þjóna einungis þeim tilgangi að upplýsa lesendur um efni sem hann hefur öðlast í gegnum kannanir eða lesendur sína. Eins og Jan Georg Schneider sagði:
    „Villugreining“ Sicks nær yfir nær öll aðalsvið tungumálagreiningarinnar: setningafræði, formgerð, réttritun, merkingarfræði, , þýðingafræði, málþróunargagnrýni og gagnrýni á enskum tökuorðum, rökfræði, Stílfræði, Orðsifjafræði o.s.frv. (Schneider, 7. Jan.). Af þessum ástæðum er viðfangsefni mitt einungis brot af þessu úrvali og skipulögð lýsing og gagnrýni á nokkrum mikilvægustu og áhugaverðustu viðfangsefnum Sicks. Sick er í fjölmiðlum m.a. titlaður sem „málfarspáfi“ og greinar hans og bækur eru gagnrýndar og þeim hafnað af mörgum. Í þessari ritgerð mun ég aðallega fjalla um bækurnar „Sick of Sick“ eftir málfræðinginn André Meinunger og „Sprache, Stil und starke Sprüche“ eftir málfræðinginn Karsten Rinas. En einnig gagnrýnina „was ist ein sprachlicher Fehler?“ eftir Jan Georg Schneider. Ég mun svara því hvaða skoðanir gagnrýnendurnir hafa á Sick, hvað þeir gagnrýna, hvernig gagnrýnendurnir gagnrýna hvern annan og að lokum greina frá eigin skoðunum. Að lokum mun ég svara spurningunni, hvort bækur Sick henti sem námsefni í grunnskólum.

Samþykkt: 
  • 21.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13830


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bastian Sick.pdf278.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna