is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13836

Titill: 
 • Lífið er leiksvið - Viðhorf til söngleikja unglingadeildar Hlíðaskóla og áhrif þeirra á sjálfsmynd og félagsþroska nemenda.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur
  Kjarni þessarar rannsóknar er söngleikjaverkefni sem unnið var með nemendum í unglingadeild Hlíðaskóla veturinn 2011–2012. Markmið rannsóknarinnar var að leggja mat á áhrif leiklistar og leikuppfærslna skólans á skólasamfélagið og á félagsþroska, samskiptahæfni og sjálfsmynd nemenda.Verkefnið Hver er ég?, sem er frumsaminn söngleikur nemenda, var útgangspunkturinn.
  Rannsóknin var tvíþætt. Í fyrri hluta hennar var sjónum beint að uppsetningu söngleiksins með nemendum og var það ferli skrásett ítarlega og greint. Í seinni hlutanum var eigindlegum viðtalsaðferðum beitt til að leggja mat á viðhorf til leiklistarkennslu og söngleikjasýninga skólans. Viðtölin voru hugsuð til þess að varpa ljósi á áhrif söngleikja í unglingadeild skólans á nemendur og skólasamfélagið. Rætt var við níu nemendur skólans, bæði fyrrverandi og núverandi, og við þrjá starfsmenn hans. Viðhorf þeirra til leiklistarkennslu í skólanum voru könnuð og spurt hvernig þeir hefðu upplifað þá tíma sem söngleikjaverkefnin stóðu yfir.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að uppfærsla söngleikja í Hlíðaskóla hefur stutt við mótun samheldins unglingasamfélags og glaðari nemendahóps. Í þeirri skapandi vinnu sem ferlinu fylgir eflist og styrkist sjálfsmynd þátttakenda og félagsfærni.
  Fjölmenn söngleikjauppfærsla í unglingaskóla er margþætt verkefni sem gengur út á lýðræðisleg vinnubrögð, samvinnu, sterka sjálfsmynd þátttakenda og skapandi heild. Nemendur fara í gegnum krefjandi ferli í hugmyndavinnslu og framkvæmdum þar sem reynir á alla þessa þætti.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  The core of the following research is a musical theatre production developed with Hlidaskoli school’s teenage level students of winter of 2011-2012. The aim of the research was to assess the effects of the school’s drama classes and the musical theatre production on social development, communication skills and sense of identity of the students. The project "Hver er ég?" (Who am I?), an original musical theatre production created by the students, was the foundation of the research.
  The research involved two parts. The first part entailed staging the musical theatre production with the students, while also documenting and analysing the process. In the second part qualitative research methods were then implemented to assess the student’s opinions towards the school’s drama classes and the musical theatre production. Interviews were conducted in order to discover information that could reveal the potential effects of the production on students and the school community. Nine interviews were conducted with previous and current students and three were carried out with the school’s staff. The interviews explored their views towards the school’s drama classes and their experiences during the period of the musical theatre production.
  The research results show that the school’s musical theatre productions have supported the development of a close knit teenage community and a happier student group. In the process, the participants were found to increase and strengthen their self-esteem and their social skills through creative work.
  A complex project such as this, involving multiple participants, is defined by a democratic work process, cooperation, participant's strong self-identity and a creative union. The students go through a demanding process of developing ideas and production, testing their creative skills and cooperation.

Samþykkt: 
 • 21.1.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13836


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lífið er leiksvið (2).pdf6.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna