is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13837

Titill: 
 • Bókmenntakennsla í nýrri heimsmynd : straumar og stefnur í bókmenntakennslu í grunnskólum Fjarðabyggðar
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um niðurstöður eigindlegrar rannsóknar höfundar á bókmenntakennslu í unglingadeildum grunnskólanna í Fjarðabyggð. Markmið rannsóknarinnar var að kanna stöðu bókmenntakennnslu í sveitarfélaginu og gera tilraun til að greina þær stefnur sem þar eru við lýði. Sérstök áhersla var lögð á að athuga hvort og þá hvernig kennsla í bókmenntum hefur lagað sig að þeirri breyttu heimsmynd sem við búum við í dag og hvort og hvernig kennarar hafa brugðist við þeim breytingum sem tækninýjungar nútímasamfélags hafa haft á nemendur dagsins í dag.
  Rannsóknin fór fram á vorönn 2011 og var í formi eigindlegra viðtala við alla bókmenntakennara þeirra fimm grunnskóla sem tilheyra byggðakjörnunum í Fjarðabyggð. Eins var rætt við fræðslustjóra Fjarðabyggðar og hans sýn á kennslumálum fengin upp á yfirborðið.
  Niðurstaða rannsóknarinnar er fyrst og fremst sú að þar sem skólinn er fremur íhaldssöm stofnun hafa að jafnaði tiltölulega litlar breytingar átt sér stað í bókmenntakennslu þrátt fyrir mjög breytta heimsmynd og að kennarar virðast vera nokkuð vanafastir í sínu starfi. Lítið er um að skipt sé um bækur í kennslu og eins hafa kennarar af ýmsum ástæðum ekki lagt út í mjög mikla tilraunastarfsemi með nýjungar á borð við notkun vefsíðna eða annarra þátta upplýsingatækni enda þótt þeir finni vel fyrir breytingunni í samfélaginu.
  Svo virðist vera sem skólinn hafi að mörgu leyti með starfsháttum sínum fjarlægst þær þarfir og það lífsmynstur sem unglingur nútímans er alinn upp í og að ýmis sóknarfæri séu í notkun upplýsingatækninnar í kennslu bókmennta, sem og í öðrum fögum. Auk þess eru tækifæri fyrir skólana að rjúfa þá einangrun sem starfseiningar þeirra virðast vera í innan sveitarfélagsins og þannig vinna betur saman að heildstæðri bókmenntakennslu í allri Fjarðabyggð. Allar breytingar þyrfti þó að gera með samstilltu átaki allra aðila sem að málum koma ef árangur á að nást.

Samþykkt: 
 • 21.1.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13837


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bókmenntakennsla í nýrri heimsmynd.pdf25.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna