is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13838

Titill: 
 • Í framandi heimkynnum. Hlutskipti kóreska minnihlutans í Japan
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eftir að Japan innlimaði Kóreu á fyrstu árum 20. aldar streymdu allt að tvær milljónir Kóreumanna til Japans. Margir þeirra voru fluttir þangað nauðungaflutningum til að svala þörfum Japana fyrir erlent vinnuafl. Kóreski minnihlutinn mætti strax fjandsamlegu viðmóti og áttu erfitt með að fóta sig í japönsku samfélagi.
  Eftir ósigur Japans í seinni heimsstyrjöldinni fór meirihluti kóresku íbúanna aftur heim til Kóreu sem þá var orðið sjálfstætt ríki á ný. Þeir sem eftir voru höfðu lítil réttindi í Japan næstu áratugina og reiknuðu sjálfir með því að snúa aftur heim á endanum. Þeir vildu því ekki aðlagast japönsku samfélagi og neituðu að taka upp japanska siði eins og þeir hefðu þurft að gera ef þeir vildu fá japanskan ríkisborgararétt.
  Afkomendur fyrstu kynslóðarinnar, sem fæddust í Japan og ólust þar upp, tengdust þó japönsku samfélagi æ nánari böndum og tóku að endurskoða þessa afstöðu forfeðra sinna. Þeir tóku að berjast fyrir auknum réttindum sínum í Japan og náðu smám saman fram umbótum meðal annars hvað varðar menntun kóreskra barna í Japan.
  Japanir tóku einnig smám saman að endurskoða afstöðu sína til kóreska minnihlutans og veita honum aukin réttindi. Á síðustu árum hafa miklar vinsældir kóreskra sjónvarpsþátta og kóreskrar popptónlistar í Japan, Hallyu-bylgjan svonefnda, einnig átt sinn þátt í að bæta ímynd Kóreumanna í Japan.

Samþykkt: 
 • 21.1.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13838


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Í framandi heimkynnum - Hlutskipti kóreska minnihlutans í Japan .pdf615.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna