is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13840

Titill: 
  • Japanskt krútt. Kafað í kawaii
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Japönsk menning hefur vakið athygli íbúa á Vesturlöndum fyrir að búa yfir sérstökum krúttheimi sem virðist erfitt að finna af sömu stærðargráðu í öðrum löndum. Krúttið (j. kawaii) hefur birst í mörgum myndum í Japan allt frá 9. öld, meðal annars í gömlum bókmenntum, sem omamori gripir og sem brúður. Það hefur einnig lengi fylgt myndasögum og teiknimyndum. Það var hins vegar upp úr 1960 sem krúttið þróaðist frá því að vera einungis fagurfræðileg hugsun yfir í að verða að sérlegum menningarkima.
    Krúttmenningin tók að myndast hjá ungum stúlkum með nýrri tegund krúttlegrar skriftar sem var eins konar ádeila á samfélagsleg gildi og um leið nýr tjáningarmáti. Upp úr þessu tók krúttið að berast frá skrifmáli yfir í talmál og þaðan yfir í tísku og söluvarning. Þegar farsíma- og nettæknin tók að blómstra fylgdi krúttið með og setti sitt mark á þann heim líka. Því má segja að krúttið hafi átt fastan stað í japanskri menningu síðastliðin 50 ár og sjáist ekkert fararsnið á því.
    Þótt krúttið virðist kannski einungis fagurfræðilegt og menningarsnautt liggja dýpri ástæður að baki sem má rekja í gömul samfélagsleg gildi Japana og þann þrýsting sem ungu fólki finnst samfélagið setja á sig. Í þessari ritgerð er krúttið skoðað í allri sinni dýrð, þróun þess fylgt og loks er skoðað hvað olli krúttbylgjunni.

Samþykkt: 
  • 21.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13840


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Japanskt krútt - BA ritgerð Hildur Kristín.pdf425.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna