is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13843

Titill: 
  • „Eru Íslendingar þeir ræflar, að þeir geti ekki haft vín skynsamlega um hönd ...?“ Hugmyndir um einstaklingsfrelsi, beint lýðræði og kvenfrelsi í aðdraganda laga um aðflutningsbann á áfengi árið 1909
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Árið 1908 var kosið um lög um aðflutningsbann á áfengi í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var samhliða Alþingiskosningum. Kosningarnar voru merkilegar fyrir margar sakir, ekki síst vegna þess að kosið var í fyrsta sinn um einstakt mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðalmál kosninganna var baráttan um „Uppkastið“ og sambandið við Dani en umræður um áfengisbannið voru einnig fyrirferðarmiklar. Úrslit kosninganna voru á þann veg að meirihlutinn kaus með áfengisbanni og gegn „Uppkastinu“. Í umræðum manna í aðdraganda áfengislöggjafarinnar komu fram ólíkar hugmyndir um einstaklingsfrelsi, hvar draga ætti mörkin milli þarfa samfélagsins og réttar einstaklingsins til að ráða sér sjáfur. Jafnframt kom fram hugmyndin um beint lýðræði sem æðsta form lýðræðis en það þótti sjálfsagt að þjóðin fengi að greiða atkvæði um málið. Félagasamtök á borð við Góðtemplararegluna beittu stjórnvöld miklum þrýstingi á að koma áfengisbanni í lög. Þá skipti hlutur kvenna einnig miklu máli fyrir framgang áfengislöggjafarinnar. Þrátt fyrir að konur væru ekki komnar með stjórnmálaleg réttindi létu þær mikið til sín taka í starfi bindindishreyfingarinnar. Á vettvangi baráttunnar fyrir bindindi var einnig háð önnur barátta; barátta fyrir kvenréttindum.

Samþykkt: 
  • 21.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13843


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Lokaeintak.pdf453.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna