is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13845

Titill: 
  • Sveitarfélagið Garður sem áfangastaður ferðamanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ferðaþjónusta í dreifbýli hefur farið vaxandi síðustu ár og eru litlu bæjarfélögin á
    landsbyggðinni orðin áhugaverðir áfangastaðir fyrir ferðamenn en þar spilar náttúra og
    menning stóran þátt í upplifun ferðamanna. Í Sveitarfélaginu Garði sem staðsett er á
    Suðurnesjunum hefur lítil sem engin ferðaþjónustu verið á síðustu árum. Vitundarvakning er
    þó á meðal bæjarbúa og er mikill áhugi á því að byggja upp öfluga þjónustu fyrir ferðamenn.
    Meginmarkmið með þessari rannsókn var að athuga hvort Sveitarfélagið Garður gæti orðið
    áhugaverður áfangastaður fyrir ferðamenn og hvort það er tilbúið að taka á móti auknum
    fjölda ferðamanna. Í rannsókninni var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir þar sem
    fyrirliggjandi gögn voru nýtt ásamt hálfstýrðum viðtölum. Unnið var með lífsferilslíkan
    áfangastaðar eftir fræðimanninn R.W. Butler, til að átta sig á hvaða stigi sveitarfélagið er í
    uppbyggingunni og hvert það eigi að stefna. Einnig var stuðst við framboðsmódel C. Gunn, til
    að átta sig á því hvaða þjónustu sveitarfélagið þarf að hafa til að geta tekið á móti auknum
    fjölda ferðamanna. Niðurstöður sýna fram á að sveitarfélagið Garður er á byrjunarreit og á
    langt í land með að ná tilsettum árangri og þarf þátttaka bæjarbúa og samvinna við
    nágrannasveitarfélögin vera góð allt frá hugmyndavinnu að framkvæmd.

  • Útdráttur er á ensku

    Tourism in Icelands rural areas has been growing in recent years and small towns and villages
    have become interesting tourist destinations, where nature and culture play a big role in the
    experience of the tourist. The municipality of Garður is located on Suðurnes and has had
    virtually no tourism in the recent years. However, awareness is rising among local people and
    an interest to build up a powerful service for travellers is growing. The main objective of this
    study was to determine whether the municipality Garður could become an interesting
    destination for tourists and whether it is prepared to receive an increased number of tourists.
    This study uses qualitative research methods where existing data is utilized along with a semi-structured interviews. The researcher used Butler´s life cycle that shows the hypothetical
    evolution of a tourist area to analyze which level the structure of tourism in Garður has
    reached and where it should be heading. The destination image model by Gunn was also used
    to realize what services the municipality must have in order to receive the increased number
    of tourists. The conclusion shows that the municipality Garður is just emerging as a tourist
    destination and has a long way to go to achieve specified performance, that it requires the
    participation of local people and its neighbour communities has to be good, from conception
    to implementation.

Samþykkt: 
  • 21.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13845


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sveitarfélagið Garður sem áfangastaður ferðamanna.pdf762.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna