is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13848

Titill: 
  • Leitin að hinu sanna leikhúsi: Grimmdarleikhús Antonin Artaud og skrif Jean Genet fyrir leiksviðið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fjalla ég um kenningar og hugmyndir franska leikhúsmannsins Antonin Artaud (1896-1948). Ég leitast annars vegar við að gera grein fyrir hugmyndum hans um eðli og hlutverk leikhússins og hins vegar með hvaða leiðum og eiginleikum leikhússins megi þjóna því hlutverki. Að lokum skoða ég leikrit franska leikskáldsins Jean Genet (1910-1986) í samhengi þessara hugmynda Artaud og athuga hvort þau eigi samleið með þeim.
    Að loknum inngangsorðum fjalla ég stuttlega um umrótið sem átti sér stað um það leyti er Antonin Artaud fæddist og reyni að bregða upp mynd af leikhúsinu í Evrópu á þeim tíma. Þetta er gert til þess að átta sig á þeim jarðvegi sem hann er sprottin úr. Því næst er ævi hans rakin í stuttu máli og skrif hans sett í samhengi við þá sem ásamt honum hafa verið kallaðir feður nútímaleikhússins. Þá er fjallað um framlag Artaud til leikhússins, það sem hann kallaði leikhús grimmdarinnar. Reynt er að útskýra helstu hugtök og hugmyndir Artaud um eðli leikhússins annars vegar og hlutverk þess hins vegar. Í kaflanum þar á eftir leitast ég við að útskýra hvernig hann taldi leikhúsið hafa afvegaleiðst og hvers vegna hið natúralíska textaleikhús geti ekki þjónað hlutverki leikhússins. Fjallað er um eiginleika leikhússins og hvernig Artaud taldi að leikhúsið þyrfti á sínu eigin tungumáli að halda til að þjóna hlutverki sínu í reynd. Hlaupið er fram í tímann og fjallað um þann skóla sem síðar fékk nafnið leikhús fáránleikans. Þar verður gerð grein fyrir franska leikskáldinu Jean Genet og einkennum leikrita hans, þrástef og þemu tíunduð. Í lokakafla meginmálsins verður reynt að finna hvar leikrit Jean Genet og kenningar Antonin Artaud mætast, hvar skrifum Genet og hugmynum Artaud slær saman.

Samþykkt: 
  • 21.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13848


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
leitin_ad_hinu_sanna_leikhusi.pdf114.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna