is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13850

Titill: 
  • Áhrif auglýsinga á efnishyggju
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er markmiðið að athuga hvort að hægt sé að kalla fram efnishyggju með því að láta fólk horfa á auglýsingar. Þeir sem eru efnishyggnir leggja áherslu á veraldleg gæði á kostnað andlegra. Þátttakendum var skipt í tvo hópa, tilraunahóp (N = 40) og samanburðahóp (N = 39). Tilraunahópurinn sá myndband með auglýsingum sem innihéldu dýrar vörur ásamt fallegu og frægu fólki en samanburðahópurinn sá myndband um náttúru Íslands og tónlistarmyndband. Eftir að búið var að horfa á myndbandið var efnishyggja mæld með tveimur listum. Tilgátan er sú að tilraunahópur mælist með hærri efnishyggju en samanburðahópur eftir að hafa horft á auglýsingar. Tilgátan var hrakin þar sem ekki var marktækur munur milli hópanna. Niðurstaðan bendir til þess að ekki séu tengsl á milli auglýsinga og efnishyggju. Hana má meðal annars skýra með því að ef efnishyggja er skilgreind sem gildi er erfitt að hafa áhrif á hana með stuttu inngripi, þar sem gildi breytist hægt eða lítið í gegnum lífsleiðina.

Samþykkt: 
  • 22.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13850


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif auglýsinga á efnishyggju.pdf434.8 kBLokaður til...03.01.2100HeildartextiPDF