is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13857

Titill: 
  • Trú í dulargervi í verkum Ragnars Kjartanssonar: Guð (2007), Endirinn-Klettafjöll (2009), Ég og móðir mín (2000), (2005), (2010)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Innan fræðasviðs listarinnar hefur um nokkurt skeið verið rætt um endurkomu trúarlegs viðfangsefnis í myndlist samtímans. Þar er spurt hvar megi sjá þess stað og hvernig þeim tengslum sé háttað. Hér er fjallað um ýmis sjónarmið þeirrar umræðu. Meðal annars er þar vakin athygli á sérkennum í birtingarmynd listar og trúar, þar sem listamenn líkt og laumi inn í verk sín trúarlegum tilvísunum í dulbúningi, oft á gagnrýnum slóðum. Að því gefnu að Ragnar Kjartansson (f. 1976) virðist vísa til trúarlegs líkingamáls eru valin verk hans borin saman við umræðu fræðimanna. Verkin eru: Guð (2007), Endirinn-Klettafjöll (2009) og Ég og móðir mín (2000), (2005), (2010). Fræðilegur rammi umræðunnar er greinasafnið Re-Enchantment (2009) frá málþingi sem haldið var á vegum The School of Art Institute í Chicago. Á málþinginu fjölluðu listfræðingarnir James Elkins, Boris Groys, Thierry de Duve og Tomoko Masuzawa, Gregg Bordowitz og David Morgan um trú og list með hliðsjón af listasögu, heimspeki og fjölmiðlun samtímans. Einnig eru kannaðir mögulegir snertifletir milli fræðilega skrifa þeirra Christians Schoens, Magnúsar Þórs Andréssonar og Dorothée Kirch, Adams Budaks og Caroline Corbetta við nefnd verk Ragnars Kjartanssonar. Í ritgerðinni er samt fyrst og fremst stuðst við rannsókn listfræðingsins James Elkins og byggt á listsögulegu yfirliti hans, þar sem hann greinir helstu mót/staði listar og trúar frá upplýsingunni að rómantík og áfram til samtímans. Í þessu sambandi verður gerð grein fyrir hugmyndinni um hið háleita, í riti Longinusar frá 1. öld, sem telst helsti áhrifavaldur um það efni fagurfræðinnar og talið miðla áherslum Aristótelesar í skáldskap. Auk nefndra dæma úr rannsókn Elkins er gefinn kostur á hinu dulvitaða í trúarlegum birtingarháttum innan myndlistar. Þar er nefnt Das Unheimliche, minnst er á sálgreiningu Freuds og vitnað til kenninga trúarbragðafræðingsins Mircea Eliades. Þá er bent á mögulega samsvörun með hinu leikræna innan myndlistar Ragnars Kjartanssonar og áherlsu Schillers á mikilvægi leiksins í tjáningu og miðlun milli skynsemi og skynjunarinnar. Hér er því fjallað um bréf Schillers, að hann með kenningum sem þar koma fram, er talinn vera sá sem tengir skynsemishyggju upplýsingarinnar við áherslu rómantíska tímans á upplifun.

Samþykkt: 
  • 24.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13857


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-listfræði Trú í dulargervi.pdf328.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna