is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13864

Titill: 
  • Skattlagning hluthafa vegna ólögmætra lána og arðgreiðslna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um skattlagningu ólögmætra lána og arðgreiðslna til hluthafa. Skoðaðar eru bæði heimilar og óheimilar lánveitingar og arðgreiðslur í lögum um hlutafélög nr. 2/1995 og hverjar skattalegar afleiðingar slíkra úthlutana eru samkvæmt lögum um tekjuskatt nr. 90/2003. Sérstaklega er farið yfir dóm Hæstaréttar frá 6. desember 2012, í máli nr. 153/2012. Reynt er að meta hvort endurgreiðsla slíkra lána hafi einhverja þýðingu í skattalegu tilliti og hvort viss ákvæði tekjuskattslaga stangist með einhverju móti að við ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Hvað arðgreiðslur snertir er leitast við að skýra út skattlagningu launa og heimilaðs úthlutaðs arðs og gera samanburð við skattlagningu arðslauna eða láns til hluthafa. Í byrjun árs 2010 var ákvæðum tekjuskattslaga um arðgreiðslur breytt þannig að í vissum tilfellum ber móttakanda heimilaðs úthlutaðs arðs nú að telja hluta hans sem laun og greiða af honum tekjuskatt. Tilgangur ritgerðarinnar er að fjalla um ákvæði sem tengjast þessu efni og þær breytingar sem orðið hafa, með það að leiðarljósi að kanna og leggja mat á hvort tilgangi lagasetningarinnar sé náð með núverandi lagaákvæðum og gera grein fyrir mögulegum áhrifum breytinganna miðað við gefnar forsendur. Höfundar telur að heimild löggjafans til þess að skattleggja lán, sem sannarlega hafa verið endurgreidd sem ímyndaðar tekjur í höndum hluthafa, gangi í berhögg við tekjuhugtak skattalaga, þar sem enginn verðmæti hafi skapast í höndum hluthafa. Ætla má einnig að skýrt ákvæði vanti í A-lið 7. gr. tsl. um þann hluta heimilaðs úthlutaðs arðs sem telst vera laun. Leiða má líkur að því að þau lagaákvæði, sem nú gilda um þetta efni, sé ekki til þess fallin að ná tilgangi sínum.
    Abstract - The taxation of illegal loans and dividend payments
    The following essay focuses on the taxation of illegal loans and dividend payments. It examines both the granting of loans and dividend payments according to the Icelandic body of laws on corporations, nr. 2/1995, and the consequences of such distributions according to the Icelandic laws on income tax, nr. 90/2003. Special attention is given to the case of Hæstiréttur, the superior court of Iceland, written on December 6, 2012, nr. 153/2012. The author tries to assess the tax-related significance of such repayment and whether certain clauses of the income tax laws go against the Icelandic constitution or not. The taxation of wages and the taxation of distributed profit are explained. Also, the taxation of dividend payments is compared to loans granted to stockholders. In the beginning of 2010, the law on income tax was changed, and in certain cases, the recipients of distributed profit must now list it as wages and pay the appropriate income tax. The goal here is to study the clauses that deal with these matters and to evaluate whether the law is efficient or not. In the author’s opinion, the aforementioned laws have certain shortcomings. She therefore proposes certain changes that could be made.

Samþykkt: 
  • 28.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13864


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð 2012.pdf531,79 kBLokaður til...14.12.2030HeildartextiPDF