is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn í Reykjavík > Lagadeild > ML verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13866

Titill: 
  • 57. grein tekjuskattslaga nr. 90/2003
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þegar grunur vaknar um að viðskipti teljist verulega frábrugðin því sem almennt er eða að verð við kaup og sölu á eign sé óeðlilega hátt eða lágt eru heimildir í 1. og 2. mgr. 57. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003 (tskl.) fyrir skattyfirvöld til að kanna viðskiptin nánar.
    Í ritgerðinni er gildissvið ákvæðisins kannað í ljósi sögu þess, afstaða fræðimanna er skoðuð, sem og dóma- og úrskurðaframkvæmd. 1. og 2. mgr 57. gr. tskl. hafa verið taldar fela í sér milliverðsreglu og raunveruleikareglu. Eitt helsta deiluefni greinarinnar, er hvort raunveruleikareglu sé að finna í 1. mgr. 57. gr. og ef svo er hvort það standist lögmætisreglur skattaréttar sbr. 40. og 77. gr. stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Hæstaréttardómar hafa staðfest að hægt sé að beita rúmri lögskýringu við skýringu 1. mgr. 57. gr. og ákveðin meginregla eða grunnregla lesin úr ákvæðinu sem feli í sér að hægt sé að endurskilgreina viðskipti. Dómar og úrskurðir voru skoðaðir í tengslum við greinina og höfundur reyndi að átta sig á því hvaða heimildir séu að finna í greininni sem og hvaða skilyrði þurfi að vera til staðar svo að hægt sé að beita henni.
    Óljóst var við skoðun á dómum og úrskurðum yfirskattanefndar, hvaða skilyrði þurfi að vera uppfyllt til að greinin geti átt við. Höfundur telur þann misskilning vera tilkominn vegna raunveruleikareglunnar. Hún hefur verið að koma upp hjá skattyfirvöldum, yfirskattanefnd og dómstólum með þeim afleiðingum að vægi skilyrða greinarinnar hafa minnkað og orðið óljósari. Skilyrði raunveruleikarelgunnar eru mun óljósari en milliverðsreglur 1. og 2. mgr. 57. gr. tskl. Raunveruleikareglan kemur til álita þegar gerningar eru ekki bindandi skv. efni sínu fyrir aðra en samningsaðila. Það leiðir til þess að ekki eru ákveðin skilyrði sem þurfa að vera til staðar til að raunveruleikareglan geti átt við enda grundvallast hún á því hvað hægt er að sýna fram á. Að mati höfundar er það grundvallarskilyrði, að það sem komi fram í 57. gr. tskl. sé uppfyllt þegar skattyfirvöld heimfæra háttsemi undir greinina. Sérstaklega í ljósi þess að um íþyngjandi aðgerðir er að ræða fyrir skattaðila af hálfu skattyfirvalda. Að mati höfundar er sá misskilningur sem á við raunveruleikareglu 1. mgr. 57. gr. hættulegur. Að raunveruleikareglan sé að koma upp hjá skattyfirvöldum, þegar 1. mgr. er beitt eykur réttaróvissu og á sama tíma hættuna á geðþóttaskattlagningu.

Samþykkt: 
  • 28.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13866


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
57._gr._tekjuskattslaga_nr._90.2003[1].pdf531.09 kBLokaður til...15.12.2071HeildartextiPDF