is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13869

Titill: 
 • Bráðger börn : hvaða leiðir henta vel í kennslu?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. gráðu í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Tilgangur verkefnisins er að gera grein fyrir kennsluaðferðum sem henta vel fyrir bráðgera nemendur.
  Í fræðilegum kafla ritgerðarinnar er fjallað almennt um bráðgera, gerð er grein fyrir áliti fræðimanna á greind, hvernig hún er skilgreind og hvaða aðferðir eru notaðar til að mæla hana. Einnig eru helstu greindarpróf kynnt lauslega og sagt er frá Fjölgreindarkenningu Gardners. Þá er farið yfir helstu þarfir bráðgerra í námi og hvaða hættur geta steðjað að sé þeim ekki mætt.
  Tvö úrræði á Íslandi eru kynnt til sögunnar, Námsefnisráðgjöfin og Háskóli unga fólksins, en bæði eru utan veggja skólans. Farið er yfir helstu aðferðir sem henta vel til kennslu bráðgerra í grunnskóla, og er sjónum beint sérstaklega að einstaklingsmiðuðu námi og námsaðlögun. Aðferðir eins og dýpkun og hröðun eiga samleið með slíku námi og eru þær því einnig kynntar. Að lokum er umræða um helstu niðurstöður efnisins og hvaða lærdóm megi draga af þeim niðurstöðum.
  Hugmynd af gagnabanka er sett fram. Gagnabanki myndi nýtast vel í kennslu bráðgerra og væri því kjörið fyrir alla kennara að hafa aðgang að slíkum. Hægt er að setja hann upp í formi vefsíðu sem má stöðugt efla og bæta, þar er hægt að setja inn almennar upplýsingar um hvað felst í því að vera bráðger, hvað fræðin segja og hvernig skólastarfi slíkra einstaklinga er best háttað. Einnig er hægt að nýta þá þekkingu sem eldri kennarar hafa í farteskinu ásamt nýjum hugmyndum í kennslu. Slíkur gagnabanki er ekki síður gagnlegur foreldrum og forráðamönnum bráðgerra og bráðgerum nemendum sjálfum til að gera sér betur grein fyrir hvað um ræðir, og hvaða gildi bráðgerir hafa í almennu skólastarfi.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 31.12.2016
Samþykkt: 
 • 28.1.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13869


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bradger_born_pdf.pdf437.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
heimildaskra_pdf.pdf202.59 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna