is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13870

Titill: 
 • Slysatrygging launamanna
 • Titill er á ensku Employees’ accidental insurance
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Efni þessarar ritgerðar er kjarasamningsbundin slysatrygging launamanna. Er hún ein af stoðum bótaréttarins og fellur í flokk vátrygginga. Leitast verður við að svara spurningum um það hver eigi rétt á bótum samkvæmt tryggingunni, hvenær og hvers konar bætur það séu. Í þessum tilgangi voru meðal annars tíu kjarasamningar skoðaðir sem og vátryggingaskilmálar vátryggingafélaganna fyrir slysatryggingu launamanna.
  Samið er um slysatryggingu launamanna í kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins. Atvinnurekendum ber skylda til að kaupa slysatryggingu fyrir starfsmenn sína samkvæmt því sem fram kemur í kjarasamningi. Um það samningssamband gilda vátryggingaskilmálar og vátryggingaskírteini. Ríkissjóður og Reykjavíkurborg kaupa þó almennt ekki vátryggingar fyrir starfsmenn sína heldur bera áhættuna sjálf.
  Niðurstaða þessarar ritgerðar er meðal annars að allir launamenn séu tryggðir þótt þeir séu ekki félagar í stéttarfélagi. Tryggingin gildir almennt ekki um þá sem eru sjálfstætt starfandi. Sumir launamenn eru tryggðir allan sólarhringinn, aðrir aðeins í vinnu og til og frá vinnu. Í öllum tryggingum er þó það skilyrði sett að launamaður verði að hafa orðið fyrir slysi. Ljóst er að slysahugtakið nær ekki yfir öll vinnuslys. Er það helst vegna skilyrðisins um utanaðkomandi atburð. Ef tilgangur aðila vinnumarkaðarins er að ná yfir öll vinnuslys verður því að víkka hugtakið út. Misjafnt er fyrir hverju launamenn eru tryggðir. Allir eru þeir þó tryggðir fyrir dauða og varanlegri örorku, en að auki eru sumir þeirra tryggðir fyrir tímabundinni örorku og öðrum útgjöldum vegna slyss. Tilvísanir til vátryggingaskilmála í kjarasamningum eru oft á tíðum óskýrar og valda óvissu um rétt launamanna. Gera þær í sumum tilfellum það að verkum að launamaður er ekki bundinn af takmörkunum sem fram koma í vátryggingaskilmálum. Nauðsynlegt er að breyta sumum af þessum tilvísunum og skýra þær.
  Niðurstaða þessarar ritgerðar dregur fram að ýmsir vankantar eru á slysatryggingu launamanna. Réttarbót væri í því fólgin fyrir launamenn að laga þá.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis covers employees’ accidental insurance according to collective agreements. It is one of the pillars of compensation law and is part of the insurance system. Ways will be sought to answer the questions who has the right of compensation according to insurance, when and what kind of compensation. Ten collective agreements were considered along with insurance agreements.
  An agreement concerning the accidental insurance of employees is made in the collective agreements of the working market. Employers are obligated to buy insurance for their employees according to collective agreements. The treasury and the city of Reykjavík however generally do not buy insurance for their employees and bear the risk themselves.
  The result of this thesis is that all employees are insured even though they are not members of a trade union. Some employees are insured at all hours, others are only insured while at work and on their way to and from work. In all insurance the condition that the employee must have had an accident is required. It is clear that the concept of an accident does not cover all occupational accidents. If the members of the working market aim to cover all occupational accidents, the concept has to be expanded. Not all employees have the same insurance. However, all of them are insured for death and permanent disability. References to insurance terms are often unclear and cause uncertainty concerning the right of the employee. In some cases they lead to that the employee is not bound by the limitations presented in the insurance terms. It is necessary to change some of these references and clarify them.
  The results of this thesis brings out that there are several shortcomings in the accidental insurance of employees. Reforming these agreements would lead to improvements for employees.

Samþykkt: 
 • 28.1.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13870


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HelgaSaemundsdottir.pdf949.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna