is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13875

Titill: 
  • Aðilar sjóflutninga - skyldur og ábyrgð : samanburður á íslenskum og norrænum rétti.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjallað er um skyldur og ábyrgð aðila í sjóflutningum eftir íslenskum siglingalögum nr. 34/1985 í þessu riti, ásamt samanburði við norrænar réttarreglur á sviðinu. Umfjöllunin tekur sérstaklega mið af íslenskum réttarreglum, þar sem farið er inn á skyldur þeirra aðila, sem að farmflutningi standa. Þá eru rannsökuð þau réttaráhrif sem brot á þessum skyldum hafa í för með sér. Eingöngu er fjallað um farmflutning í áætlunarferðum, sem byggist á farmskírteinum og fylgibréfum, sem ásamt siglingalögum er grundvöllur réttarsambands á milli aðila sjóflutnings. Rannsakaðar eru þær réttarreglur, sem birtast í IV. kafla siglingalaga, ásamt þeirri túlkun, sem íslenskir dómstólar og fræðimenn hafa lagt í þær. Þá er einnig leitast við að rannsaka hvort allir aðilar sjóflutnings standi jafnfætis frammi fyrir lögunum. Umfjöllunin tekur einnig mið af sönnunarbyrði aðila og gildissviði réttarreglna.
    Til samanburðar eru skyldur og ábyrgð aðila eftir samnorrænum siglingalögum rannsakaðar, en lögin eru fyrirmynd íslenskra siglingalaga. Rannsökuð er sú túlkun, sem lögð hefur verið í þessar reglur, svo og hvernig íslenskar réttarreglur standast í samanburði við þær. Jafnframt er leitast við að skoða hvort íslensk siglingalög séu í samræmi við norræna þróun, þar sem áhersla er lögð á hvort staða aðila að sjóflutningi sé sambærileg.
    Að þessu loknu er athyglinni beint að öðrum lögum á sviði flutningaréttar, þar sem samsvarandi réttarreglur um aðila að flutningi eru bornar saman. Að lokum er rannsökuð þróun íslenskra siglingalaga varðandi skyldur og ábyrgð aðila að sjóflutningi.
    Rannsókn þessa rits leiðir í ljós að ákvæði IV. kafla siglingalaga þarfnast nokkurrar endurskoðunar, sé ætlunin að halda í norræna fyrirmynd laganna. Jafnframt er niðurstaðan sú að réttarreglur annarra flutningalaga um skyldur og ábyrgð aðila eru í grunninn sambærilegar. Þá má einnig sjá að þær réttarreglur, sem til skoðunar eru, hafa ávallt byggt á sama grunni.

Samþykkt: 
  • 29.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13875


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helena_Ros_Fridthorsdottir_sjorettur_ML_HR.pdf629.33 kBLokaður til...31.12.2132HeildartextiPDF