is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13879

Titill: 
  • Um mat á áhrifum lagasetningar : með hvaða hætti eru lagafrumvörp metin á Íslandi?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er rannsókn á því hvernig staðið er að mati á áhrifum stjórnarfrumvarpa á Íslandi. Þar sem ekki er vitað til að álíka rannsókn hafi verið gerð hérlendis, er ekki um samanburðarrannsókn að ræða. Í stuttu máli er fjallað um feril lagafrumvarpa og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra. Þar næst er útskýrt hvernig best sé að meta áhrif frumvarpa og hverjir séu helsti kostir þess. Þróun þessara aðferða hefur verið hröð á síðustu árum og farið er yfir hvernig sú þróun hefur verið erlendis sem og hérlendis. Útskýrðar eru helstu aðferðir við mat á áhrifum og tilkomu Handbókar um undirbúning og frágang lagafrumvarpa árið 2007. Á grunni handbókarinnar og annarra opinberra gagna í þá veru voru samdar 15 rannsóknarspurningar með fjórum svarmöguleikum að einni spurningu undanskyldri sem var með tveim svarmöguleikum. 69 stjórnarfrumvörp sem lögð voru fram á Alþingi veturinn 2011-2012 voru lesin og metin og rannsóknarspurningunum svarað. Svörin voru því næst slegin inn í Excel reiknilíkan. Úr líkönunum má svo lesa niðurstöður stakra frumvarpa, niðurstöður eftir ráðuneytum og heildarniðurstöður allra frumvarpanna. Í ljós kom að miðað við forsendur rannsóknarinnar og leiðbeiningar skrifstofu löggjafarmála forsætisráðuneytisins vantar enn verulega uppá að áhrif lagafrumvarpa séu metin með þeim hætti að vel sé. Ekki má þó gleyma að í nokkrum fjölda frumvarpa sem skoðuð voru, var mat á áhrifum með ágætum. Einnig kom til skoðunar skipulag og kaflaskipting athugasemda með frumvörpum. Reyndist töluverður fjöldi athugasemda frumvarpa vera skipulega kaflaskiptur og vel upp settur á meðan athugasemdir annarra frumvarpa voru verr, eða ekki kaflaskiptir og upplýsingar óaðgengilegar lesendum. Tillögum að úrbótum er komið á framfæri er snertir mat á áhrifum, uppsetningu athugasemda frumvarpa o.fl. Þá er lagt til að óháð stjórnvald meti hvort lagafrumvörp uppfylli gæðagröfur um mat á áhrifum og fleiri þáttum, og hvort þau séu tæk til afgreiðslu Alþingis.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is a research on how impact assessment is carried out in government bills in Iceland. The research is not a comparative study, as to the best of knowledge; no similar research has been executed in Iceland before. Briefly the thesis contains information on the process of bills and standards required. It also explains best practices on impact assessment and the benefits of these methods. The developments of these practices have been on the fast phase in resent years and its developments in Iceland, as well as abroad are explained. Explanations relating to impact assessment as well as the first Icelandic Handbook on preparation and finish of bills, published in 2007 are covered. Based on the handbook and other official and related documents, 15 research questions where formed with a choice of four possible answers, excluding one question with two possible answers. Then, 69 bills of the winter 2011-2012 parliament, Alþingi where evaluated and the research questions answered. The answers where entered into a Excel mathematical model. The results thereof, show findings of individual bills, individual ministry as well as combined results for all above. Based on the presumption of the research as well as instructions of the Department of Legislative Affairs of the Prime Ministers Office, there is an ample room for improvement where it comes to impact assessment, not to forget that number of bills where satisfactory in this field. Then a structure and organization of the comments was examined especially in the view of division of chapters and accessibility of contained information to the reader. Furthermore, suggestions on improving impact assessment, structure of comments etc. where made. Finally, establishment of an independent authority is suggested, to evaluate bills in the view of impact assessment and other quality measures before proceeding to the parliament, Alþingi.

Samþykkt: 
  • 29.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13879


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mat á áhrifum lagasetninga varið.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna