is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1388

Titill: 
 • Mikilvægi þekkingarstjórnunar fyrir Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið verkefnisins er að sýna fram á mikilvægi þekkingarstjórnunar við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Höfundur leitast við að skilgreina þekkingu og þekkingarstjórnun ásamt því að fjalla um þekkingarauð og þekkingarstjórnunarkerfi, umbreytingu þekkingar og varðveislu hennar samkvæmt SECI líkaninu. Staða þessara þátta innan Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum er metinn með sérstakri áherslu á mannauð og skipulagsauð skólans. Höfundur gerir uppástungu um innranetskerfi fyrir skólann. Höfundur leggur einnig sérstaka áherslu á þátt stjórnandans, og þá sérstaklega gagnvart mannauðsstjórnun innan skólans.
  Rannsóknaraðferðir sem höfundur notaðist við var að mæla menntunarstig kennara innan Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum og bera það saman við lagalegar kröfur og sambærilegan skóla. Höfundur lagði fyrir starfsfólk spurningalista sem fjallaði um mannauð innan skólans ásamt því sem hann fékk stjórnanda hans til að geta sér til um svör starfsfólks Einnig voru þeir þættir í stefnuskrá skólans sem sneru að starfi kennara skoðaðir og metnir. Innranet og ytranet var greint ásamt heimasíðu skólans.
  Niðurstöður sem höfundur fékk við úrvinnslu upplýsinga voru bornar saman við fræðilega þætti þekkingarstjórnunar í ritgerðinni.
  Helstu niðurstöður eru þær að byggja þarf upp víðtækt innra net fyrir skólann og lagði höfundur þess vegna fram hugmynd að uppbyggingu innranets.
  SECI líkanið getur verið öflugt tæki fyrir stjórnun þekkingar innan skólans. Auk þess þarf að efla þekkingarauð skólans ásamt því að bæta þarf marga þætti mannauðsstjórnunar innan skólans.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 1.1.2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1388


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
mikilv.pdf751.51 kBLokaðurMikilvægi þekkingarstjórnunar fyrir Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum - heildPDF
mikilv-dagbok.pdf88.45 kBLokaðurMikilvægi þekkingarstjórnunar fyrir Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum - dagbókPDF
mikilv-e.pdf125.71 kBOpinnMikilvægi þekkingarstjórnunar fyrir Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
mikilv-h.pdf126.33 kBOpinnMikilvægi þekkingarstjórnunar fyrir Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum - heimildaskráPDFSkoða/Opna