is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13880

Titill: 
  • Skuldajöfnuður við gjaldþrotaskipti
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Gjaldþrotaskipti eru sameiginleg fullnustugerð allra kröfuhafa sem eiga kröfur á hendi skuldara og meginreglan er sú að kröfuhafar njóta jafnræðis. Aðilar sem eiga kröfu á þrotabú og jafnframt skulda því hafa rétt til að skuldajafna og þannig geta þeir fengið fulla greiðslu sem að öðrum kosti fengist ekki. Í þessari ritgerð er leitast við að svara því hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til að hægt sé að ná fram skuldajöfnuði við gjaldþrotaskipti og skoðað hvaða takmarkanir eru á þeim rétti. Skoðaðar eru sérstaklega sérreglur sem gilda um skuldajöfnuð á innlánum og afleiðum við gjaldþrotaskipti.
    Helsta réttarheimildin fyrir skuldajöfnuði við gjaldþrot er í 100. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991. Þær ólögfestu reglur sem gilda um almennan skuldajöfnuð gilda einnig um skuldajöfnuð við gjaldþrotaskipti. Reglur gjaldþrotaskiptalaga geta leitt til þess að skulda-jöfnuður sem ekki var heimill fyrir gjaldþrot verður það við úrskurð dómsstóla um gjaldþrot. Þau skilyrði sem breytast við gjaldþrot eru að allar kröfur á þrotabú falla í gjalddaga við úrskurð um gjaldþrot, þannig að krafa sem ekki var gjaldfallin fyrir gjaldþrot verður það við úrskurð um gjaldþrot og þar af leiðandi hæf til skuldajafnaðar. Þetta á einnig við er kröfurnar eru sambærilegar, þannig getur kröfuhafi skuldajafnað kröfu í öðru en peningum við gjaldþrot sem ekki er heimilt áður en skuldari er úrskurðaður gjaldþrota. Helstu takmarkanir á skuldajöfnuði eru að gagnkrafan verður að hafa stofnast meira en þremur mánuðum fyrir frestdag. Þessi tími getur lengst ef gagnkröfuhafi hefur verið grandsamur um gjaldþrot aðalkröfuhafa eða hefur eignast kröfuna til að skuldajafna henni. Hæstiréttur hefur takmarkað rétt innlánastofnanna til að skuldajafna innlánum við gjaldþrot viðskiptamanna banka og sparisjóða. Takmarkanir á skuldajöfnuði sem fram koma í gjaldþrotalögum um stofnunartíma á gagnkröfu gildir ekki gagnvart afleiðum. Réttur til skuldajafnaðar afleiðna er því rýmri en annarra krafna í þrotabú.

Samþykkt: 
  • 29.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13880


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skuldajöfnuður við gjaldþrotaskipti.pdf479.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna