is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13882

Titill: 
  • Endurupptaka sakamáls sem dæmt hefur verið í Hæstarétti
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þótt meginreglan sé sú að dómar Hæstaréttar í sakamálum séu endanlegir er það ekki svo í þeim tilvikum þegar endurupptaka er heimiluð. Þannig verður mál sem dæmt hefur verið í Hæstarétti aðeins endurskoðað, ef Hæstiréttur ákveður að málið skuli endurupptekið og tekið til meðferðar að nýju. Meginmarkmið ritgerðinnar er að sýna fram á hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi fyrir endurupptöku dæmds sakamáls í Hæstarétti.
    Í ritgerðinni er einnig fjallað um hver getur krafist þess að sakamál sé endurupptekið, hvernig beiðni um endurupptöku er borin fram og um meðferð slíkar beiðni fyrir Hæstarétti. Þá er núverandi fyrirkomulag um endurupptöku dæmdra sakamála borið saman við samsvarandi fyrirkomulag í Danmörku og Noregi.
    Þeirri spurningu er varpað fram hvort reglur um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstóli séu virtar, þegar kemur að málsmeðferð um endurupptöku dæmdra sakamála fyrir Hæstarétti. Með hliðsjón af niðurstöðum má ætla að ekki sé þess sé nægilega gætt að dómarar í Hæstarétti séu óhlutdrægnir þegar kemur að ákvörðun um endurupptöku dæmds sakamáls, þar sem ekki sé tryggt í löggjöf að dómari sem áður hefur dæmt í máli, komi ekki að ákvörðun um endurupptöku málsins.

Samþykkt: 
  • 29.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13882


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÚFJ.pdf820.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna