is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > MPH Kennslufræði og lýðheilsudeild (-2013) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13884

Titill: 
  • Félagshagfræðileg staða og sjálfsmynd ungmenna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort félagshagfræðileg staða íslenskra ungmenna hefði áhrif á sjálfsmynd þeirra. Notaðar voru megindlegar rannsóknaraðferðir en rannsóknin byggir á könnun frá Rannsóknum og greiningu sem kallast „Ungt fólk 2010“. Könnunin var lögð fyrir 10.978 íslensk ungmenni en flest fædd á árunum 1991 til 1994. Kynjahlutfallið var 48,2% strákar og 51,8% stelpur.
    Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að íslensk ungmenni séu með meðalgóða sjálfsmynd en hún var metin á Rosenberg sjálfsmatskvarðanum. Talsverður kynjamunur var á ungmennunum þar sem strákar mátu sjálfsmynd sína betri en stelpur. Stelpur mátu að sama skapi fjárhagsstöðu fjölskyldu sinnar verri í samanburði við aðrar íslenskar fjölskyldur. Niðurstöðurnar bentu til þess að sjálfsmynd ungmenna sem sögðu fjölskyldu sína álíka eða betur fjárhagslega stæða miðað við aðrar íslenskar fjölskyldur voru með betri sjálfsmynd en þau sem sögðu fjárhagsstöðu fjölskyldu sinnar vera verri. Ekki var að finna marktækan mun á sjálfsmynd ungmennanna hjá þeim sem sögðu foreldra sína með grunnskólapróf eða minna og þeirra sem sögðu foreldar sína með háskólamenntun. Þó var marktækan mun að finna á milli þeirra sem sögðu foreldra sína vera með grunnskólapróf eða minna og þeirra sem sögðu foreldra sína vera með framhaldsskólamenntun. Full atvinna foreldra utan heimilisins hafði góð áhrif á sjálfsmynd ungmennanna. Sjálfsmynd ungmennanna var slakari ef foreldrar ungmennanna voru öryrkjar en ef þau væru heimavinnandi, í vinnu eða í skóla.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of this study was to explore if the socioeconomic status of Icelandic youth would have an impact on their self-esteem. Quantitative research methods were used, based on a survey done by Rannsóknir and greining called “Ungt fólk 2010“. The survey was submitted by 10.987 individuals of whom most were born between the year of 1991 and 1994. The gender ratio was 48,2% male and 51,8% female.
    The results of this study indicated that the Icelandic youths had a good self-esteem, which was evaluated on the Rosenberg's Self-esteem scale. A substantial gender difference was detected as boys indicated a much higher self esteem than the girls. Girls also estimated the financial status of their family to be poorer than the boys. Those youths who estimated the financial status of their family to be good scored higher on the self-esteem scale. There was not a significant difference between the self-esteem for the group whose parents had only elementary education and the group whose parents had tertiary education. There was however a significant difference between the self-esteem of youths that had parents with elementary education or less and youths that had finished secondary education. Full employment status of the parents had good influence on the youth’s self-esteem but if the parent had a disability it had a significant influence on the self-esteem for the worse.

Samþykkt: 
  • 29.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13884


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPH ritgerð_loka_læst.pdf463.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna