is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13898

Titill: 
  • Uppbygging jarðlaga frá Vatnsfirði að Vattarfirði við Breiðafjörð. Samspil eldvirkni, höggunar og setmyndunar
  • Titill er á ensku The bedrock geology of the tertiary rock sequence from Vatnsfjörður to Vattarfjörður, NW-Iceland. Evolution of volcanism, tectonics and sedimentary basins
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Jarðlagaskipun við norðanverðan Breiðafjörð hefur verið rannsökuð í því skyni að kanna tengsl á milli upphleðslu hraunlaga, höggunar og setlagadælda. Rannsóknasvæðið er um 30 km langt og liggur nokkuð samsíða strikstefnu jarðlagastaflans. Þar eru meðal jarðlaga hin þekktu setlög með steingervingum sem kennd eru við Brjánslæk og talin um 12 Ma gömul. Berggrunnskort í mælikvarðanum 1:50.000 hefur verið dregið upp af svæðinu og byggt á gögnum sem safnast hafa saman við kennslu í jarðfræðikortlagningu við Háskóla Íslands síðastiðin 30 ár. Þau gögn hafa nú verið hnitsett og sett í landfræðilegan gagnagrunn ásamt þeim gögnum sem aflað var við athuganir á svæðinu og tengingu þeirra eldri í eina heild. Jarðlagastaflinn á svæðinu er að mestu úr basalthraunlögum, jarðlagahallinn er til SSA og samanlögð þykkt staflans á bilinu 2 til 2,5 km. Staðbundin frávik í striki og halla koma fyrir og virðast tengjast linsulaga upphleðslu gosefna. Ekki verður séð að nein meiriháttar mislægi fylgi setlagasyrpum í jarðlagastaflanum og syrpurnar virðast fléttast saman við hraunlögin. Berggangar eru margir á svæðinu, hafa ákveðna meginstefnu en mynda ekki þær þyrpingar að tengja mætti megineldstöðvum, enda hefur súrt berg hvergi fundist þar. Myndunarumhverfi jarðlaganna gæti hafa svipað til Reykjanesskaga nútímans, þar sem skástíg röð aflangra eldstöðvakerfa situr á hlykk eða sveigju á rekásnum. Höggun sem fylgir gliðnun og eldvirkni í eldstöðvakerfunum gengur inn í nokkru eldri jarðlög í útjaðri gosbeltisins og leiðir þar til myndunar misstórra sigdælda sem í safnast set, gosmyndanir og hraunlög.

  • Útdráttur er á ensku

    The stratigraphy of the volcanic succession along the northern coast of Breiðafjörður, western Iceland, has been studied in order to add to the knowledge and understanding of the processes involved in the building up of the miocene volcanic pile and development of sedimentary basins in the sequence. The study area includes the well known fossiliferous sediments at Brjánslækur, formed at c. 12 Ma, and extends for about 30 km along the regional strike of the strata. A 1:50,000 scale geological map of the study area has been compiled, based on field work and data accumulated in mapping exercises at the University of Iceland during the past 30 years. All the geological data have been registered in a geographical information system. The aggregate thickness of the strata is up to 2.5 km, and consists predomintly of basaltic lava flows. The regional dip is towards SSE. Local deviations in strike and dip are observed and appear to be related to the lenticular accumulation of volcanic products. No major unconformity that can be traced across the study area has been oserved, and the sedimentary horizons display an interfingering relationship with the volcanics. There are numerous dikes in the region, but no dike swarms or silicic rocks indicating major volcanic centres. Volcanism in elongate systems akin to the present Reykjanes peninsula tectonic and volcanic systems is envisaged, with sediments accumulating in active subsidence basins.

Styrktaraðili: 
  • Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar
Samþykkt: 
  • 31.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13898


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-ritgerð - Andrés I Guðmundsson.pdf5.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna