en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's) Reykjavík University > Tækni- og verkfræðideild > BSc verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13899

Title: 
  • Title is in Icelandic Menntun þjálfara á unglingastigi í handknattleik á Íslandi og viðhorf þeirra til kvennaíþrótta
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Tilgangur og markmið þessarar rannsóknar var að skoða stöðu menntunar og reynslu handknattleiksþjálfara á unglingastigi hér á landi. Einnig voru könnuð viðhorf þjálfara til kvennaíþrótta. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð þar sem að sendur var út spurningalisti til þjálfara 5., 4. og 3. flokks karla og kvenna á landinu öllu. Spurningalistinn innihélt 26 spurningar þar sem spurt var aðallega um menntun og reynslu þjálfara ásamt ýmsum bakgrunnsspurningum. Sjö spurningar sneru að viðhorfi þjálfaranna til kvennaíþrótta og voru þeir metnir inná þrjú stig eftir því hvernig þeir svöruðu þeim spurningum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að menntun þjálfara sem snýr að þjálfararéttindum og sérhæfðri íþróttamenntun er ögn meiri hjá þjálfurum drengja, en á móti kemur að þjálfarar stúlkna eru fleiri háskólagengnir þegar skoðuð var almenn menntun þeirra. Reynsla þjálfaranna af þjálfun og keppni var nokkuð jöfn en stúlknaþjálfarar voru samt sem áður með ögn meiri reynslu í flestum tilvikum. Viðhorf þjálfaranna til kvennaíþrótta kom nokkuð á óvart sökum þess hve margir þjálfarar voru hlutlausir gagnvart kvennaíþróttum. Það voru þó mun fleiri kvennaþjálfarar sem höfðu jákvætt viðhorf en flestir drengjaþjálfararnir voru hlutlausir. Niðurstöðurnar benda til þess að varla sé hægt að rekja almennt betra gengi karla í alþjóðlegri keppni, eða mikið brottfall stúlkna úr handbolta til menntunar og reynslu þjálfaranna.

Accepted: 
  • Jan 31, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13899


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerð - Haust 2012loka.pdf1.01 MBOpenHeildartextiPDFView/Open