Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/13904
Í verkinu eru hugmyndir guðfræðingsins og rithöfundarins Thomasar Merton um Kristsmynd og mannskilning hans settar í samhengi við líf hans og starf. Út frá spurningunni um það hvort Kristur búi í manninum er því velt upp hvernig hann geti þá mögulega búið í manninum og hver sá Kristur sé. Fengist er við nálgun á hugmyndir Mertons út frá Anselmskri 'Fides quaerens intellectum' og þáttur trúarreynslu skoðaður í því ferli sem kennt er við Lúther og mótast af yrðingu um 'Réttlætingu fyrir trú'. Leitast er við að sýna fram á hvernig nálgun Mertons hvað varðar kontemplatívar hefðir (e.contemplative traditions) er ásættanleg lending fyrir lúterskan skilning í samhengi kristinn íhugunar- og hugleiðsluhefða. Ævi Mertons er rakin í grófum dráttum og aðeins lítillega komið að almennu kynningarefni um áhrif hans eða áhrifavalda. Vikið er að hefðum andlegrar leiðsagnar og gerð grein fyrir hugmyndum Mertons um nauðsyn slíkra hefða fyrir hinn kristna einstakling á trúargöngu hans. Niðurstöðurnar varpa ljósi á að það endurmat sem varð í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar á sér hliðstæðu í andlegri leit nútímamannsins og að gagnlegt megi vera að hafa hliðsjón af niðurstöðum Mertons um 'hví Guð varð Maður' (cur Deus Homo). Austrænar aðferðir og vestrænar séu vel samræmanlegar þegar rétt guðfræði liggi að baki, rétt afstaða til eigin hefðar og annarra. Rétt afstaða felur í sér frelsi kristins manns, en frelsi Krists er að mati það höfundar lykillinn að hinni dulúðlegu gátu um Unio Mystica, ummyndun til myndar Krists ellegar einingar við guðdóminn. Um leið er frelsi Krists aðeins birtingarmynd veruleika sem er með öllu óþekkjanlegur í samhengi þeirrar apophatisku guðfræði sem stuðst er við til að koma þekkingunni í orð.
Höfundur túlkar eftir fremsta megni hugmyndirnar á skiljanlegt lúterskt tungutak sem byggir á hugtökunum frelsi, náð og réttlæting þar sem hið pálínska hugtak um "líf í Kristi" er skýrt með hliðsjón af orðræðu Mertons.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Thomas-Merton-frelsi-AMF-300113.pdf | 562.94 kB | Open | Heildartexti | View/Open |