is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13909

Titill: 
  • Eiginleikar tölvuleikja: Athugun á styrkingarskilmálum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðhorf til tölvuleikja hefur breyst frá því að þau voru eingöngu á færi fagmanna til þess tíma er þeir urðu almennings eign sem finna má á flestum heimilum. Rannsóknir á áhrifum tölvuleikja á hegðun og hæði byggja á rannsóknum á peningaspilun. Ekki er samkomulag um orðið fíkn innan sálfræðinnar og talað þess vegna frekar um óhóflega tölvuleikjaspilun. Tilgáta ritgerðarinnar er að innan nýrra leikja séu meira magn verðlauna- og refsingareiginleika sem spilarar forðast. Skoðaðir voru fjórir tölvuleikir sem voru athugaðir út frá skilgreiningum sem King, Delfabbro og Griffiths gerðu árið 2010. Leikirnir voru spilaðir og spilunin tekin upp og svo athugað hversu mikið af styrkjum og refsingum birtust í 10 mínútna spilun. Leikirnir höfðu svipað magn af styrkjum og refsingum þegar að sambærilegir styrkjar og refsingar voru taldir en þegar allir styrkjar og refsingar voru taldir var meira magn jákvæðra styrkja innan yngri leikjanna. Greinilegur munur er á verðlaunum og refsingum innan yngri og eldri leikja. Áhugavert er að sjá hvernig yngri leikir hafa flóknara styrkingarkerfi sem gefur framleiðandanum meiri stjórnun á upplifun spilarans og getur gert breytingar í gegnum netið ef hann er að missa viðskiptavini. Nýrri leikir hafa fleiri jákvæða styrki og eru þar með líklegri til að leiða til þess að spilari missi tímaskyn sem getur leitt til óhóflegrar spilunar. Foreldrar þyrftu að kynna sér rannsóknir á þessu sviði til að gera sér betur grein fyrir hvað barn þeirra er að gera og takast á við og hvaða áhrif það hefur á barn.

Samþykkt: 
  • 1.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13909


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eiginleikar_tölvuleikja_Sigurþór_Pétursson.pdf217.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna