Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13915
Í þessari ritgerð verður fjallað um rabarbara og notkun hans í íslenskri matargerð í gegnum kynslóðirnar. Ritgerðin skiptist í þrjá meginkafla ásamt inngangi og lokaorðum auk viðauka þar sem koma fram nokkrar rabarbarauppskriftir og myndaskrár. Stór hluti rannsóknarvinnunnar byggir á viðtölum við fimm íslenskar konur sem allar hafa notað rabarbara í matargerð og hafa frá ýmsu að segja. Í fyrsta kafla er fjallað um hefðir í íslenskri matargerð og hvernig rabarbarinn hefur áunnið sér fastan sess í íslenskri matarmenningu. Gamlar matarvenjur tengdar rabarbara eru skoðaðar og greint frá því hvernig sumar þeirra hafa lifnað við á ný. Í öðrum kafla er fjallað um minningar, hvaða áhrif minningar um rabarbara í matargerð hafa á nýtingu hans í dag. Viðmælendur mínir segja frá bernskuminningum tengdum rabarbara og greina frá því hvernig nýting hans hefur þróast á milli kynslóða. Í þriðja og síðasta kafla er fjallað um uppskriftir, bæði gamlar og sígildar rabarbarauppskriftir og einnig nýstárlegar uppskriftir sem útvíkka notkunarmöguleika rabarbarans. Viðmælendur mínir deila með sér þeim uppskriftum sem þeir nýta í dag ásamt því að breyting og þróun uppskrifta er skoðuð.
Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að rabarbarinn hefur náð að lifa og dafna í íslenskri matargerð og hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga.
Efnisorð: Þjóðfræði, Rabarbari, Hefð, Uppskriftir, Minningar, Matargerð
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Aðalheiður Steindórsdóttir.pdf | 1,02 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |