is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13916

Titill: 
 • Farhættir og lýðfræði sandlóu Charadrius hiaticula
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Farfuglar lifa tvöföldu lífi, annars vegar á varpstöðum og hins vegar á vetrarstöðvum og leggja oft á sig löng og hættuleg ferðalög á milli þessara svæða. Þættir sem verka á einstaklinga á einni árstíð geta haft keðjuverkandi áhrif á öðrum tímum árs. Komutími að vori sýnir gjarnan fylgni við gæði einstaklinga og varpárangur og getur tengst gæðum vetrarstöðva. Á Íslandi verpa stórir stofnar nokkurra vaðfuglategunda og eru það allt farfuglar sem flestir hafa vetursetu í V-Evrópu og/eða V-Afríku. Það er lítið vitað um afdrif þessara stofna utan varptíma og því erfitt að tengja ástand á vetrarstöðvum við atburði á varpstöðvum, þó endurheimtur hafi sýnt hvar megin vetrarstöðvar þeirra eru. Ef tengja á atburði á vetrarstöðvum og á fartíma við varpvistfræði er því helst að líta til breytileika í komutíma einstaklinga.
  Markmið þessara rannsókna var að skoða tengsl fars sandlóa (Charadrius hiaticula), einkum komutíma, við lýðfræði. Til að skoða þessa þætti þurfti að einstaklingsmerkja varpfugla og fylgjast með þeim, frá því að þeir komu að vori þar til varpi lauk. Aðal rannsóknarsvæðin voru í Önundarfirði og Bolungarvík á Vestfjörðum og við Stokkseyri á Suðurlandi og stóð rannsóknin yfir á árunum 2004-2011. Talsverður fjöldi litmerktra sandlóa sást utan Íslands og merkingarnar gáfu því einnig upplýsingar um dreifingu sandlóu utan varptímans í Evrópu og Afríku ásamt upplýsingum úr gagnagrunni Náttúrufræðistofnunar Íslands.
  Flestar endurheimtur erlendis voru á Bretlandseyjum og vesturströnd Frakklands á haust- og vorfari. Um vetur fengust flestar endurheimtur í Suður Evrópu og í Vestur Afríku. Vísbendingar fengust um að karlfuglar færu frekar til Afríku á veturna en kvenfuglar en sýnið var of lítið til að staðfesta það með vissu. Komutími til Íslands var þekktur fyrir 15 fugla sem vitað var hvar héldu sig á vetrum. Fuglar sem voru í Evrópu á veturna komu marktækt fyrr á varpstöðvar að vori en fuglar sem dvöldu í Afríku.
  Sandlóur komu almennt á rannsóknarsvæðin frá 15. apríl til 10. maí og þær allra fyrstu hófu varp í byrjun maí en flestar í lok maí. Einstaklingar voru almennt á sömu áætlun á milli ára, bæði í komutíma og í varpi. Jákvætt samband var á milli komutíma og varptíma en þeir sem komu snemma biðu almennt lengur með að hefja varp heldur en þeir sem komu síðar. Afkoma hreiðra var afar breytileg milli ára, staða og innan varptímans. Klakdagsetningar unga, sem síðar snéru aftur sem varpfuglar, dreifðust yfir allan varptímann. Einstaklingar sem komu snemma gátu reynt varp allt að þrisvar sinnum yfir varptímann þar sem þeir höfðu tæpa tvo mánuði til að reyna varp en þeir sem hófu varp síðast höfðu aðeins um mánuð. Þar sem varpárangur er mjög breytilegur í tíma og rúmi getur möguleiki á fleiri varptilraunum yfir ævina aukið hæfni (fitness) einstaklingsins.

 • Útdráttur er á ensku

  Migratory birds live a double life and have to negotiate very different conditions on the breeding and wintering grounds throughout the year. The conditions at the distant ends of the migration are limiting in migratory populations. To unravel seasonal interactions it is necessary to follow individuals through the annual cycle. This is rarely possible but timing of migration of individuals is often correlated, both with conditions on the wintering grounds and breeding success, and can give information about seasonal interactions.
  A few very large migratory populations of waders breed in Iceland and winter in W-Europe and/or W-Africa. Little is known about most of these populations on wintering sites apart from very basic knowledge of their winter distribution.
  This study explored migration patterns and demography of Common Ringed Plovers (Charadrius hiaticula) and potential links between the two. Populations of individually marked birds were established in NW- and S-Iceland and followed during spring arrival and the breeding season. Main study sites were in Bolungarvik and Onundarfjordur in NW-Iceland and in Stokkseyri in S-Iceland and these sites were monitored from 2004-2011. Several marked birds were reported from outside Iceland which gave more detailed information about the non-breeding distribution of Ringed Plovers than previously known.
  Most recoveries in autumn and spring were from Britain, Ireland and France. In winter most recoveries were from S-Europe and NW-Africa. Icelandic Ringed Plovers leap-frog the British population and probably a part of the S-Scandinavia population. Arrival time in Iceland in spring was known for 15 birds of known winter location and birds wintering in Europe arrived significantly earlier than birds wintering in Africa.
  Ringed Plovers generally arrived on breeding sites in late April and early May and the arrival dates of individuals in consecutive years were repeatable. Individual timing of nesting was also repeatable and earlier arrivals tended to lay earlier despite having a longer gap between arrival and laying than later arrivals. Nest survival was generally very low but variable and neither sites nor years had a significant effect on hatching success. The hatching dates of marked chicks that later recruited as adults on the study sites were not significantly different from the background hatching dates in the year of their hatching on their natal sites. When clutches failed, earlier arriving birds in spring seemed to have more time for re-nesting and were more likely to have three nesting attempts than later arriving birds. The scope for increasing breeding success, by arriving earlier to allow for more re-nesting attempts may have a significant effect on fitness during the lifespan of Ringed Plovers.

Samþykkt: 
 • 1.2.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13916


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
farhættiroglýðfræðisandlóu.pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna