is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13918

Titill: 
  • Aðferðir hagnýtrar atferlisgreiningar notaðar til að kenna konu með málstol að nefna hluti í eintölu og fleirtölu og að búa til setningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn voru aðferðir hagnýtrar atferlisgreiningar notaðar með því markmiði að bæta málfærni konu sem þjáist af Broca málstoli. Þátttakandi var 65 ára gömul kona sem fékk heilaáfall í ágúst árið 2000 og hefur þjáðst af málstoli síðan. Notast var við leiðbeiningar, sýnikennslu, viðgjöf og styrkingu til þess að hafa áhrif á svörun þátttakanda við þeim myndun sem honum voru sýndar. A-B-A snið var notað til að meta áhrif þjálfunar í nefnun hluta og að búa til setningar. Í nefnun hluta átti þátttakandi að segja til um hvað var á mynd bæði í eintölu og fleirtölu en þegar kom að setningum átti þátttakandi að segja til um hvað var að gerast á myndum í stuttum setningum. Teknar voru sex grunnskeiðsmælingar, 22 inngripsmælingar og fjórar mælingar í alhæfingu þar sem nýjar myndir voru notaðar. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að þjálfunin hafi verið áhrifarík þar sem frammistaða þátttakanda varð betri bæði í nefnun hluta og setningagerð en alhæfing yfir tíma og á ný áreiti var lítil.

Samþykkt: 
  • 1.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13918


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðferðir hagnýtrar atferlisgreiningar notaðar til að kenna konu með málstol að nefna hluti í eintölu og fleirtölu og að búa til setningar.pdf796.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna