is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13935

Titill: 
  • Lífræn matjurtarækt á Íslandi, þróun hennar og staða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi samþykkt tillögu þess efnis að auka lífræna framleiðslu þannig að hún verði um 15% af landbúnaðarframleiðslu á Íslandi árið 2020, er ekki vitað hvert hlutfall hennar er í dag, hvorki hlutfall lífrænnar matjurtaræktar né hlutfall annarra lífrænna landbúnaðarvara.
    Markmið þessarar rannsóknar var kanna stöðu lífrænnar matjurtaræktar á Íslandi, fjalla um þróun hennar og áætla hlutdeild helstu matjurta af heildarmatjurtauppskeru landsins. Í rannsókninni kom meðal annars í ljós að nú er lífræn grænmetisuppskera tæp 4% af heildarframleiðslu hérlendis og eykst lítið næstu þrjú árin. Lífræn bygguppskera eykst hinsvegar úr 52% í tæp 69% af byggi ræktuðu til manneldis á tímabilinu.
    Auk þess var rekstrarumhverfi bænda í lífrænni matjurtarækt skoðað en bændur segjast almennt ekki anna eftirspurn og hún sé enn að aukast. Þeir sinna að mestu leyti öllu ferlinu frá ræktun þar til varan er komin í verslanir. Lögð var áhersla að fá þeirra sjónarmið varðandi hvað hindraði bændur í að fara í lífræna matjurtaræktun og hvað þyrfti að leggja áherslu á til að auka hana. Þeir telja að helsta hindrunin sé skortur á hvatningu frá þeim stofnunum er standa greininni næst eins og frá Landbúnaðarháskóla Íslands, Bændasamtökum Íslands og stjórnvöldum. Til að auka lífræna matjurtarækt þurfi meðal annars að auka styrki, ráðgjöf, tilraunir og kynningu. Í rannsókninni er aðallega stuðst við könnun sem gerð var á meðal bænda í lífrænni matjurtarækt og tilraunir er varða matjurtir á Íslandi. Auk þess var aflað heimilda hjá ýmsum stofnunum og einstaklingum er tengjast málaflokknum.

Samþykkt: 
  • 4.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13935


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragna Dagbjört Davíðsdóttir.pdf763.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna