is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13936

Titill: 
  • Velferð kennara er lykillinn að öflugum framhaldsskóla : rannsókn á starfsánægju og starfsumhverfi framhaldsskólakennara
Útgáfa: 
  • September 2010
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna starfsánægju, líðan og starfsumhverfi á meðal framhaldsskólakennara á Íslandi. Rannsóknin byggist á gögnum sem safnað var árið 2008 í tengslum við meistaraprófsverkefni Guðrúnar Ragnarsdóttur við Háskólann í Reykjavík. Rannsóknin er megindleg og var gagna aflað með spurningalista um líðan, lífsstíl, starfsánægju, starfsumhverfi og vinnuaðstöðu sem lagður var fyrir framhaldsskólakennara í janúar og febrúar 2008. Svarhlutfall var 87%. Helstu niðurstöður voru að stærstum hluta þátttakenda leið vel og var ánægður í starfi. Flestir voru ánægðir með stjórnunarhætti stjórnenda og nokkuð ánægðir með vinnuaðstöðuna. Tæpur fimmtungur þeirra taldi þó vinnuaðstöðuna ófullnægjandi og um fjórðungur sagðist finna fyrir stoðkerfisvandamálum við eða eftir kennslu. Þeir þátttakendur sem voru óánægðir í starfi voru marktækt óánægðari með laun sín og stjórnunarhætti stjórnenda en þeir sem voru ánægðir. Um helmingur þátttakenda taldi sig vera undir miklu starfstengdu álagi og voru þeir óánægðari í starfi en þeir sem ekki töldu sig vera undir starfstengdu álagi. Tæpur helmingur sagði starf sitt andlega erfitt og voru þeir óánægðari í starfi en þeir sem sögðu það andlega létt. Ekki reyndist vera marktækur munur á starfsánægju þeirra sem fannst starf sitt líkamlega erfitt og þeirra sem fannst það líkamlega létt. Þótt mikill meirihluti þátttakenda segðist vera ánægður í starfi taldi um helmingur þeirra sig vera undir töluverðu starfstengdu álagi sem reyndist hafa áhrif á starfsánægju þeirra. Því er mikilvægt að finna gagnleg úrræði fyrir kennara til að draga úr og vinna gegn streitu í starfi því rannsóknir sýna að andlegt vinnuálag geti leitt til heilsubrests og kulnunar í starfi.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the study was to look into the job satisfaction, well being and working environment of upper secondary school teachers in Iceland. This study is based on data that was collected in conjunction with a master project by Guðrún Ragnarsdóttir at Reykjavik University. This is a quantitative study using a questionnaire with 145 questions. This represents 87% of the teachers who attended faculty meetings in January and February in 2008 and answered the questionnaire about their well being, job satisfaction, working environment and facilities. Most of the participants reported good job satisfaction, claimed to be content with administrative practices in their schools, and said they were reasonably content with their working facilities. Almost one fifth claimed their working facilities were unsatisfactory and about a quarter reported experiencing muscular-skeletal problems while or after teaching. Participants who reported low job satisfaction appeared to be significantly more discontented with their salaries and the administrative practices in their schools than those who reported good job satisfaction. Almost half of the participants claimed that their job was mentally difficult and they were less satisfied in their job than those who said it was not difficult. About half of the participants reported work related stress and most of the participants worked on job related projects at home. There were not significant differences between the participants who found the job physically difficult and those who did not. Although the majority of the participants reported good job satisfaction, about half of them claimed to be under considerable stress at work. Therefore, it is important to find efficient resources for teachers to minimise and prevent stress. Research has indicated that job related mental strain can result in health problems and burnout.

Birtist í: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Samþykkt: 
  • 5.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13936


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Velferð kennara er lykillinn að öflugum framhaldsskóla.pdf289.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna