is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13938

Titill: 
  • Nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi. Upplýsingaglugginn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í dag er mikil upplýsingaþörf hjá fólki. Ný kynslóð og ný tækni hafa orðið þess valdandi að markaður hefur myndast fyrir upplýsingaveitu. Ástæðan er að neytendur vilja nálgast góðar upplýsingar um leið og þeir þurfa á þeim að halda. Internetið spilar stórt hlutverk á þessu sviði en í dag er auðvelt fyrir þann sem hefur aðgang að tölvu eða snjallsíma að nálgast upplýsingar sem hann þarf í gegnum netið. Verkefnið mun snúast um nýsköpun þar sem markmiðið er að framleiða nýsköpunarafurð sem leysir vandamálið fyrir Íslendinga sem og ferðamenn að nálgast upplýsingar um veitinga- og öldurhús Reykjavíkur með því að hanna upplýsingaveitu á vefsíðuformi. Stiklað er á stóru varðandi nýsköpun í gegnum tíðina, hvernig þekkt fyrirtæki í dag snúa sér að nýsköpun og hvað frumkvöðlastarfsemi er í raun og veru. Við vinnslu verkefnisins var framkvæmd þarfagreining á markhópi afurðarinnar í þeim tilgangi að komast að því hverjar þarfir markaðarins væru gagnvart umræddri vefsíðu. Nýsköpunarafurðin, sem nefnist Upplýsingaglugginn, er að lokum kynnt þar sem frumgerð af vefsíðunni er framsett sem skjáskot ásamt útskýringum á innihaldi vefsíðunnar.

Samþykkt: 
  • 5.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13938


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Kristjan Andresson.pdf9.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna