is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13945

Titill: 
  • Fjölkerfameðferð á Íslandi. Árangur eftir geðröskunum og greindartölu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Megin markmið þessarar rannsóknar var að skoða árangur MST á Íslandi með áherslu á árangur barna sem eru greind með geðröskun og árangur eftir greindartölu. Ekki fundust heimildir þar sem árangur hefur verið metinn út frá þessum forsendum. Þátttakendur voru 53 unglingar sem höfðu lokið MST meðferð. 42% þátttakenda í úrtaki voru greind með geðröskun og allir nema einn af þeim með samslátt við aðrar geðraskanir. Tilgátur rannsóknar voru sex. Fyrsta að það væri munur á árangri MST meðferðar í úrtaki eftir því hvort þátttakendur væru greind með geðröskun eða ekki, því var spáð að þau sem voru með enga greiningu á geðröskun væru með betri árangur. Tilgátan var ekki studd. Tilgáta tvö var að árangur sé lakari hjá börnum með samslátt CD og ADHD, þau séu verr stödd í upphafi meðferðar og meðferðin skili ekki eins miklum árangri og hjá þeim með CD en ekki samslátt við ADHD. Tilgátan var ekki studd, því ekki var hægt að bera saman þessa hópa. Allir þátttakendur með CD voru með samslátt við ADHD fyrir utan einn. Börn með CD og ADHD voru verr stödd í upphafi meðferðar en hinir hóparnir en það virtist ekki hafa áhrif á árangur meðferðar. Þriðja tilgátan var að helmingur barna með hegðunarkvilla í úrtaki væru með samslátt við kvíða og/eða þunglyndi. Tilgátan var ekki studd. Fjórða tilgátan var að þátttakendur með hegðunarkvilla í úrtaki með samslátt við kvíða og/eða þunglyndi væru verr stödd í upphafi meðferðar en þátttakendur með hegðunarkvilla án samsláttar við kvíða og/eða þunglyndi. Tilgátan var ekki studd, enginn með CD var með samslátt við kvíða og/eða þunglyndi en allir með ODD voru með kvíða og/eða þunglyndi. Einkenni CD eru alvarlegri en einkenni ODD og getur því gefið ranga mynd af niðurstöðum. Fimmta tilgátan var að árangur þátttakenda sem voru undir meðalgreind væri verri en hjá þeim sem væru meðalgreindir. Tilgátan var studd. Tilgáta sex var að þátttakendur undir meðalgreind væru með hærra hlutfall geðraskana en þeir sem væru með meðalgreind. Tilgátan var studd, allir þátttakendur sem voru undir meðalgreind í úrtaki voru með greiningu á geðröskun. Árangur MST er góður á Íslandi og meðferðin öflug og sveigjanleg. Það sem kom rannsakendum helst á óvart í framkvæmd þessarar rannsóknar var hversu lágt hlutfall í úrtaki var með greiningu á geðröskun.

Samþykkt: 
  • 5.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13945


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjölkerfameðferð á Íslandi.pdf705.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna