is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13946

Titill: 
  • Sjálfskaðandi hegðun hjá fólki með þroskahömlun. Notkun virknimats í starfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sjálfskaðandi hegðun hjá fólki með þroskahömlun er óæskileg hegðun sem getur haft alvarlegar afleiðingar. Í þessari rannsókn var skoðað hvort og þá hvaða virknimatsaðferðir eru notaðar til að meta aðdraganda og afleiðingar sjálfskaðandi hegðunar og hver viðhorf starfsfólks eru til þeirra aðferða. Einnig var skoðað hvaða meðferðir notaðar eru við sjálfskaðandi hegðun, hversu skipulögð vinnubrögð meðferða eru, hvort atvikaskráningar notist við AHA (aðdragandi, hegðun, afleiðing) skráningu og hvort upplýsingar um líkamlega kvilla séu skráðar. Þátttakendurnir voru 31 talsins og unnu allir á starfstað einstaklinga með sjálfskaðandi hegðun. Spurningarlistinn var frumsaminn af rannsakanda. Niðurstöðurnar voru að virknigreining virðist sjaldan notuð á Íslandi, aðstæðugreining aðeins oftar en óbeint mat er notað í flestum tilfellum. Styrking er mest notaða meðferðarformið, næst á eftir því er slokknun og að trufla og beina athygli annað. Þátttakendur voru að meðaltali frekar sammála um að virknimatsaðferðir væru mikilvægar í vinnu með sjálfskaðandi hegðun. Þátttakendur voru að meðaltali frekar sammála um að notast er við AHA skráningu í atvikaskráningu sjálfskaðandi hegðunar. Þátttakendur voru einnig frekar sammála um að almennt fylgi einstaklingum með sjálfskaðandi hegðun upplýsingar um stöðu mála. Niðurstöður sýna að margt er gott í starfi með fólki með sjálfskaðandi hegðun en víða er þó pottur brotinn. Þar ber helst að nefna að ekki er notast við bestu virknimatsaðferðina ef marka má fjölda rannsókna þess efnis að áreiðanleiki virknigreiningar í að meta virkni hegðunar sé umtalsvert meiri en óbeins mats og aðstæðugreiningar.

  • Útdráttur er á ensku

    Self injurious behaviour with people with mental retardation is a problem behavior that can have serious consequences. This study examined whether and which functional assessments are used to assess the antecedents and consequences of self injurious behavior and what the employees thought of them. Which treatments are used for self injurious behavior was also examined, how organised methods are used with the treatments, whether event recordings are ABC recordings and whether information about physical illnesses are recorded. Participants were 31 and they all worked with people with self injurious behavior and mental retardation. The questionaire was composed by the researcher. The results were that functional analysis is rarely used in Iceland, descriptive analysis a little more but indirect assessment is mostly used. Reinforcement is the most frequently used treatment and after that was extinction and third was interrupt-redirect. On average participants rather agreed that functional assessment is important when working with self injurious behavior. On average participants rather agreed that event recordings were ABC recordings. Participants also rather agreed that information
    about recent events usually accompany the individuals with self injurious behavior. The results show that many things are done well when working with self injurious behavior but still a lot of things could be done a lot better. The most important results is that it seems like functional analysis is hardly used in Iceland even though reliability is must better with functional analysis then other functional assessment procedures.

Samþykkt: 
  • 5.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13946


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Häsler lokaritgerð.pdf613.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna