Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13949
Markmið rannsóknar var að kanna vinnustreitu og almenna lífsánægju meðal starfsmanna rekstarsviða Húsasmiðjunnar. Að auki var kannað hvaða andlegu og félagslegu þættir í starfsumhverfi tengjast líðan starfsmanna.
Þátttakendur voru 225 starfsmenn rekstrarsviða Húsasmiðjunnar. Lagðir voru fyrir þrír staðlaðir spurningalistar. Þetta voru voru Norræni spurningalistinn um sálfélagslega þætti í starfi (QPSNordic), Lífsánægjukvarðinn Satisfaction With Life Scale (SWLS) og Streitukvarðinn Preceived Stress Scale (PSS).
Niðurstöður sýna að litla streitu sé að finna meðal starfsmanna rekstrarsviða Húsasmiðjunnar og í samræmi við það er lífsánægja frekar há. Þeir sálfélagslegu þættir sem vega þyngst í líðan starfsmanna eru magnbundar kröfur, skýrleiki hlutverka, sanngjörn stjórnun, starfsandi, forspá næstu tvö ár og skynjuð færni. Starfssvið skiptir máli þegar kemur að lífsánægju og er lífsánægja þeirra sem vinna á lager eða við útkeyrslu lægri en annarra starfmanna. Karlar upplifa meira sjálfræði í ákvarðanatöku en konur virðast upplifa meiri stuðning frá sínum yfirmanni og samstarfsfólki. Þeir sem gegna stjórnunarstöðu upplifa meiri kröfur um ákvarðanatöku og yfirhleðslu verkefna en hafa meira svigrúm til ákvarðanatöku. Starfsfólk Blómavals upplifir meiri stuðning og hvatningu frá sínum yfirmönnum og samstarfsfólki og starfsandi virðist vera betri. Starfsfólk Húsasmiðjunnar upplifir aftur á móti frekar upphleðslu verkefna og að meiri kröfur séu gerðar til þess varðandi ákvarðanatöku. Starfsfólk Húsasmiðjunnar er opnara fyrir nýjungum í starfsumhverfi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sniðmát fyrir lokaritgerð í sálfræðideild_0.pdf | 665,62 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |