Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13950
Tilgangur greinarinnar er að varpa ljósi á með hvaða hætti samvinnurannsóknir með fólki með þroskahömlun hafa þróast, hvernig fjórar konur upplifðu þátttöku í slíkri rannsókn og hvaða ávinning þær og höfundur höfðu af samstarfinu. Ennfremur er greint frá nokkrum af þeim fjölmörgu siðferðilegu álitamálum sem höfundur stóð frammi fyrir í rannsóknarvinnunni. Má nefna vináttutengsl og áhrif þeirra á þátttakendur, höfund og trúverðugleika rannsóknar. Rannsóknin sem hér er greint frá var unnin samkvæmt eigindlegri rannsóknarhefð og byggist á lífssögum átta einstaklinga með þroskahömlun sem fæddust á fyrri helmingi 20. aldar. Hluti af rannsóknarvinnunni fólst í að stofnaður var rannsóknarhópur sem í voru, auk höfundar, fjórar af lifssögupersónum rannsóknarinnar [1]. Í þessari grein er annars vegar byggt á samtölum sem fram fóru í rannsóknarhópnum á þriggja ára tímabili og hins vegar því samstarfi sem höfundur átti við sérhverja konu í hópnum frá upphafi rannsóknarvinnunar og til loka hennar. Í niðurstöðum kemur m.a. fram að ekki er hægt að greina að rannsóknarþátttakan hafi orðið til að breyta ytri aðstæðum kvennanna í samfélaginu. Aftur á móti höfðu þær ýmsan persónulegan ávinning af þátttökunni. Hefur hún reynst þeim árangursrík til að takast á við erfiða lífsreynslu, aukið þeim sjálfstraust og baráttuanda og síðast en ekki síst átt þátt í að auka víðsýni þeirra og sögulega vitund.
The aim of this article is to shed light on inclusive research as it has developed in the field of people with intellectual disabilities with a specific focus on how four women experienced their participation in a research project and what they and the author have gained from their cooperation. Some ethical questions that have arisen will also be discussed, such as how the friendships that have developed during the course of this project have influenced the participants, the author and the reliability of the research. The study was framed within the qualitative research tradition and was based on eight life histories of people with intellectual disabilities who were born in the first half of the 20th century. As a part of the research process a research group was established. Participants in the group, besides the author, were four of the life historians. This paper focuses on data collected from the conversations that occurred among the research group and the cooperation between the author and the four women in the group over the course of the project. The findings in this research do not indicate that the research has improved the lives of these women in the wider social context but it has individually empowered each research participant. The participation in the research has for them been a fruitful way to cope with difficult life experiences and has improved their self-esteem. Making the history known to others has also been an empowering process and they have developed a historical awareness at a personal level and at a collective level.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Samvinnurannsóknir með fólki með þroskahömlun.pdf | 293.82 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |