is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13951

Titill: 
  • Hvað er haldbær menntun?
Útgáfa: 
  • September 2010
Útdráttur: 
  • Undanfarin misseri hafa margir lagt til að í menntun verði hlutur siðfræði aukinn, meiri áhersla verði lögð á gagnrýna hugsun eða menntun til sjálfbærni, lýðræðismenntun verði efld, og svo mætti lengi telja. Þetta er vel meint en beinir samt athyglinni frá kjarna málsins sem er einfaldlega spurningin um hvað menntun sé yfirleitt. Litið er á menntun einstaklings sem tæknilegt viðfangsefni frekar en ferli sem er órofatengt siðferðilegum þroska hans. Jafnvel í greinum þar sem siðfræði skiptir ríku máli, eins og í kennaramenntun, þá er hin siðfræðilega áhersla aðgreind frá öðrum þekkingar- og færniáherslum. Hin siðferðilega vídd er réttilega höfð með í skilgreiningu á fagmennsku í kennarastarfi en hún er aftengd þeirri þekkingu sem liggur starfinu til grundvallar. Samkvæmt hinni viðteknu sýn er það fyrst í fagmennskunni sem siðferðið og þekkingin tengjast, en þar fyrir utan er vel hægt að búa yfir þekkingu – fullgildri þekkingu – án þess að það komi siðferði manns neitt við. Í stað hinnar viðteknu sýnar er lögð til sýn á menntun þar sem það að búa yfir þekkingu og skynsemi – það að vera hugsandi vera – er ekki tæknilegt úrlausnarefni heldur siðferðilegt viðfangsefni.

Birtist í: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Tengd vefslóð: 
  • http://netla.hi.is/greinar/2010/009/index.htm
Samþykkt: 
  • 6.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13951


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvað er haldbær menntun .pdf219.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna