is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13952

Titill: 
 • Hvað einkennir þá sem ná árangri í offitumeðferð á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Hvað einkennir annars vegar þá of feitu sem ná árangri í meðferð og hins vegar þá sem ekki ná árangri? Tilgangur þessa verkefnis var að skoða hvort munur sé á einkennunum þunglyndi, kvíða, heilsutengdum lífsgæðum (HL), líkamsþyngdarstuðli (LÞS), líkamsheilsu og verkjum fyrir meðferð milli þeirra sem ná árangri og hinna sem ekki ná árangri í offitumeðferð á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað (FSN). Árangursviðmiðin voru þrjú, 5% lækkun LÞS við lok meðferðar, 30% hækkun á HL við lok meðferðar og 10% lækkun LÞS eftir 6 mánaða eftirfylgd.
  Þátttakendur voru 129, þar af 79,8% konur, sem tóku þátt í 5 vikna offitumeðferð á FSN. Meðalaldur var 46,4 ár ± 12,2 og LÞS var að meðaltali 42,3 ± 4,9. Markmið meðferðarinnar var að aðstoða sjúklinga við að bæta lífsgæði sín og öðlast betri bjargráð í baráttunni við offitu. Reynt var að breyta matarvenjum, hreyfingarmynstri, hugrænum ferlum og þyngd til langframa. Hugræn atferlismeðferð var veitt með það að markmiði að hafa áhrif á hugsanir og atferli sem varða offitu og matarvenjur.
  Þegar niðurstöður eru skoðaðar með tilliti til 5% lækkunar LÞS við lok meðferðar kom ekki fram munur milli þeirra sem náðu 5% lækkun á LÞS og hinna sem ekki náðu þeim árangri. Hins vegar kom í ljós þegar litið var til breytinga á heilsutengdum lífsgæðum, að þeir sem voru þunglyndir og kvíðnir í upphafi bættu heilsutengd lífsgæði sín eftir meðferð hlutfallslega meira en þeir sem ekki voru þunglyndir og kvíðnir. Að síðustu kom fram að þeir sem náðu a.m.k. 10% lækkun á LÞS við 6 mánaða eftirfylgd höfðu náð betri árangri í sjálfri meðferðinni og voru marktækt minna kvíðnir við lok hennar en þeir sem ekki náðu 10% lækkun á LÞS eftir 6 mánuði.
  Niðurstöður fyrri rannsókna varðandi upphafseinkenni þátttakenda í offitumeðferðum eru ekki mjög afgerandi og því þarf frekari rannsókna við á þessu sviði.

Samþykkt: 
 • 6.2.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13952


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðlaug Friðgeirsdóttir .pdf806.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna