is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13957

Titill: 
  • Orkunotkun togvinda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tvær algengar gerðir togvinda um borð í íslenskum ísfisktogurum eru lágþrýstar vökvavindur og rafmagnsvindur. Togvindur eru jafnframt meðal stærstu einstöku þiggjenda orku um borð í ísfisktogurum.
    Gerðar voru mælingar á orkunotkun við veiðar tveggja ísfisktogara með sitthvorn vindubúnaðinn. Samhliða því voru settir fram einfaldir útreikningar til samanburðar á framleiðslu á raforku með ásrafala á aðalvél annars vegar og og ljósavél hins vegar.
    Vegna annmarka á mælingum sem framkvæmdar voru liggja ekki fyrir samanburðarhæf mæligögn. Úrvinnsla og greining var þó framkvæmd á gögnunum en á þeim forsendum að gögn um straumnotkun væru rétt. Ekki var reynt að bera greiningarnar saman þar sem að annmarkar mælinganna eru þess eðlis að ávallt myndi halla á vindur knúnar rafmagni. Niðurstöður útreikninga á hagkvæmni notkunar ásrafala benda til þess að í vissum tilfellum geti verið hagkvæmara að haga fyrirkomulagi ásrafala þannig að aðalvél geti keyrt með breytilegum snúningshraða. Sá möguleiki er þó fyrir hendi að ávinningur af þessum aðgerðum tapist í þeim búnaði sem geri breytilegan snúningshraða aðalvélar mögulegan.

Samþykkt: 
  • 7.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13957


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Orkunotkun togvinda.pdf45.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna