Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13960
Verkefni þetta fjallar um gerð úttektarlíkana fyrir viðhaldsstjórnun. Slík úttektarlíkön geta öll fyrirtæki nýtt sér, til þess að lækka rekstrarkostnað eða viðhalda lágum rekstrarkostnaði.
Gerð voru tvö úttektarlíkön í samstarfi við HRV Engineering, með það að markmiði að finna vænlegar aðferðir til úttektar og einkunnargjafar.
Þessi tvö líkön vinna bæði þannig að þau finna sterka og veika hlekki í viðhaldsmálum fyrirtækis, hvort á sinn hátt.
Lykiltölulíkan gefur upplýsingar um notkun mannskaps og fjármuna. Þessar niðurstöður koma í formi hlutfalls og auðvelda samanburð milli tímabila innan fyrirtækis og milli
mismunandi fyrirtækja.
Sjálfsmatslíkan gefur hins vegar huglæga einkunn eftir því hversu vel fyrirtækið telur sig vera statt í mismunandi þáttum viðhaldsmála.
Til þess að prófa líkönin var framkvæmd tilraunarúttekt hjá Norðuráli í samstarfi við framkvæmdarstjóra viðhaldsmála þar. Skoðuð var aðferðarfræði við einkunnargjöf og framkvæmd úttektar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skyrsla.pdf | 2 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |