is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13963

Titill: 
 • Lykilþættir innleiðingar á sérhæfðri hjúkrunarþjónustu fyrir langveika einstaklinga. Kerfisbundin fræðileg samantekt
 • Titill er á ensku Key elements of implementing advanced nursing care services for individuals with chronic illnesses. Systematic literature review
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Innleiðing nýjunga er mikilvægur þáttur í nútíma heilbrigðisþjónustu þar sem breytingar í umhverfi eru miklar og hraðar. Í ritgerðinni er sjónum beint að breytingaferli við innleiðingu nýjunga innan heilbrigðisþjónustunnar. Langveikum einstaklingum fjölgar hratt og efla þarf sérhæfingu innan hjúkrunar til að veita stuðning við þennan sjúklingahóp. Sérhæfð hjúkrunarþjónusta getur verið margskonar og falið í sér mat á umönnunarþörf, að viðhalda heilbrigði, veita stuðning, eftirlit, fræðslu og þannig aukið lífsgæði langveikra einstaklinga og fjölskyldna þeirra.
  Tilgangur ritgerðarinnar er að leggja fram gagnreyndan gátlista fyrir innleiðingu sérhæfðrar hjúkrunarþjónustu fyrir einstaklinga með langvinn veikindi. Varpað er ljósi á þætti sem einkenna sérhæfða hjúkrunarþjónustu fyrir langveika einstaklinga og hverju þarf að huga að við innleiðingu slíkrar þjónustu. Verkefnið byggir á hugmyndafræði Donabedian um gæðaþjónustu í heilbrigðiskerfinu sem hefur það að leiðarljósi að auka gæði, öryggi og hagkvæmni. Gerð var fræðileg samantekt á kerfisbundinn hátt á einkennum hjúkrunarþjónustu sem voru greind samkvæmt þrískiptingu Donabedian um skipulag, framkvæmd og árangur. Þrjátíu og ein rannsókn uppfylltu valviðmið og voru notaðar í samantektina.
  Kenningar og líkön um innleiðingu nýjunga benda á að um ákveðið ferli er að ræða sem setja má fram í nokkrum mismörgum þrepum. Það sem er sammerkt með þeim er að áhersla er á markmiðssetningu, að virkja þátttakendur, að undirbúa innleiðinguna vel, sýna þrautseigju og meta árangur. Greina má ákveðin einkenni skipulags, framkvæmdar og árangurs sérhæfðrar hjúkrunarþjónustu fyrir langveika. Algengast var að þjónustan væri veitt á sjúkrahúsum eða heilsugæslu. Hjúkrunin fólst í stuðningi, fræðslu og ráðgjöf. Árangursmælingar lutu að ánægju sjúklinga, notkun þjónustunnar og heilsufarsþáttum. Niðurstöður rannsókna á sérhæfðri hjúkrunarþjónustu benda til þess að hún sé skilvirk og skili góðum árangri. Til að vel takist til um innleiðingu og rekstur sérhæfðrar hjúkrunarþjónustu er mikilvægt að byggja hana á bestu þekkingu og gagnreyndum starfsháttum.
  Mikilvægt er að undirbúa og vanda vel til innleiðingar sérhæfðrar hjúkrunarþjónustu fyrir langveika sjúklinga. Mælt er með notkun gagnreyndra leiðbeininga eða gátlista við innleiðingu nýrrar hjúkrunarþjónustu.
  Leitarorð: hjúkrunarþjónusta, hjúkrun, langveikir, innleiðing nýjunga.

 • Útdráttur er á ensku

  An implementation of innovation is an important factor in modern healthcare, where changes in the environment are great and rapid. The aim of this thesis is the process of implementation of an innovation within the healthcare services. The number of individuals who suffer from chronic illnesses is growing fast, and advanced nursing care, aimed at this specific group, is at utmost importance. Advanced nursing care can be diverse and can include evaluation of the need for care, maintaining health status, support, supervision, education and thus increase the quality of life for patients with chronic illness, and their families.
  The purpose of this thesis is to put forth evidence-based checklists for implementation of advanced nursing care for individuals with chronic illnesses. Light is shed on issues that characterize advanced nursing care for patients with chronic illnesses and what needs to be considered when implementing such care. This project is based on Donabedian´s ideology on quality of service in the healthcare system, which focuses on quality, safety and practicality. A theoretical summary of the characteristics of nursing care was conducted in a systematic literature review and diagnosed by Donabedian´s threefold method of structure, process, and outcome. Thirty-one studies met the inclusion criteria and were used in the review.
  Theories and models for the introduction of innovation, point to a process that may be set forth in variable steps. What they have in common is a focus on goalsetting, to enable participants, to prepare the innovation properly, to show persistence and evaluate performance. It is possible to identify certain characteristics of planning, execution and performance of specialized nursing care for the chronically ill. Most of the services were provided in hospitals or in clinics. The nursing involved support, education and counseling. Results were directed towards patient satisfaction, use of services, and health factors. The systematic review of advanced nursing service, indicate that it is effective and shows good results. For successful implementation and operation of specialized nursing it is important to base it on knowledge and evidence-based practice.
  It is important to prepare well for the innovation of advanced nursing care for the chronically ill. For the innovation of advanced nursing care, it is recommended to use evidence based data for directions or checklists.
  Keywords: Nurse led, nursing, chronic illness, implementation of innovation.

Samþykkt: 
 • 7.2.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13963


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rut Gunnarsdóttir.pdf1.98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna