is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1397

Titill: 
 • Sí- og endurmenntun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Lokaverkefni þetta er til BSc gráðu og tilgangur þess að meta annars
  vegar hvernig sí- og endurmenntunarmálum er sinnt í litlum og
  meðalstórum fyrirtækjum og hins vegar hvernig bæta megi sí- og
  endurmenntun í þeim. Rannsóknarspurningin sem við settum fram var:
  Hvernig geta lítil og meðalstór fyrirtæki sett af stað sí- og
  endurmenntunaráætlun og fylgt henni eftir? Aukaspurningar sem við
  settum fram voru: Telja stjórnendur fyrirtækja að þeir sinni sí- og
  endurmenntun eins og æskilegt sé, og er hægt að hanna sí- og
  endurmenntunarkerfi sem hæfir litlum og meðalstórum fyrirtækjum?
  Til að halda utan um sí – og endurmenntun þarf að gera sér grein fyrir
  uppruna þekkingar í fyrirtækinu og skilgreina hana. Síðan þarf að vita
  hvernig fara eigi með þekkinguna, hvernig eigi að halda utan um hana
  og miðla henni en þar kemur að þekkingarstjórnuninni. Tengja þarf
  mannauðsstjórnun, skipulagi sí og endurmenntunar, og
  heildarstefnumótun fyrirtækisins. Við undirbúning sí - og
  endurmenntunar þarf átta sig á hvernig þjálfun og nám fer fram, greina
  þörf fyrir menntun og þjálfun og meta hvaða aðferðir nýtast best við
  sí– og endurmenntun. Leggja þarf ríka áherslu á áætlanagerð,
  markmiðssetningu og ekki síst innleiðingu sí- og endurmenntunar. Við
  val á aðferðum og kerfum sem notuð eru þarf að átta sig á því munur
  er á upplýsingamiðlun og miðlun og sköpun þekkingar.
  Rætt var við fimm stjórnendur í jafnmörgum fyrirtækjum, og lagðar
  fyrir þá spurningar um sí- og endurmenntun og hvernig þeim málum
  væri sinnt í þeirra fyrirtæki. Spurningarnar voru opnar þannig að um
  eigindlega rannsókn var að ræða. Einnig settum við saman rýnihóp
  sem fjallaði um sí- og endurmenntun.
  vii
  Markviss (markviss endurmenntun starfsmanna) er kerfi sem við
  skoðum, en þar er um ýtarlegt kerfi að ræða í sí- og endurmenntun.
  Margir hafa heyrt af Markviss kerfinu en hafa ekki séð ástæðu til að
  nýta sér það. Ein ástæðan er sú að menn telja það viðamikið og flókið.
  Önnur sí- og endurmenntunarkerfi eru svipuð Markviss að því leiti að
  áhugi lítilla fyrirtækja á þessum kerfum virðist vera lítill.
  Við skoðum það sem er í boði á markaðnum í sí- og endurmenntun en
  þar er um fjölbreytta flóru námskeiða að ræða, á ýmsum skólastigum
  og hjá fagfélögum. Við leggjum til að búið verði til einfaldara kerfi
  sem haldi utan um sí- og endurmenntun starfsmanna. Slíkt kerfi ætti að
  nýtast litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Í nýju kerfi verði lögð
  áhersla á aðstoð við innleiðingu þess og utanaðkomandi ráðgjafi fylgi
  kerfinu eftir það til það er orðið eðlilegur hluti starfseminnar. Í okkar
  tillögu smíðum við nýtt kerfi, Lind, byggt á ,,Menntagrunni“
  Magnúsar Más Magnússonar, en munum í samvinnu við hann aðlaga
  það kerfi til notkunar hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

Samþykkt: 
 • 1.1.2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1397


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sí og endurmenntun_e.pdf76.35 kBOpinnMenntun - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Sí og endurmenntun_h.pdf153.66 kBOpinnMenntun - heimildaskráPDFSkoða/Opna
Sí og endurmenntun_heild.pdf981.33 kBLokaðurMenntun - heildPDF
Sí og endurmenntun_u.pdf82.49 kBOpinnMenntun - útdrátturPDFSkoða/Opna