Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13979
Viðfangsefni þessa verkefnis er mismunandi brúargerðir og kostnaðarsamanburðir vegna þeirra. Nánar tiltekið verða borin saman tvö mismunandi reiknimódel fyrir bitabrú. Reiknimódelin eru síðan hönnuð með steinsteypu annars vegar og stáli hins vegar. Þá verður skoðað hvað stjórnar efnisvali í brúm.
Í fyrri hlutanum á verkefninu er almenn kynning á brúarsmíði og þær forsendur sem hönnuðir eru bundnir af við hönnun á brúm. Í seinni hlutanum er brúin grófhönnuð til þess að vita þversniðsstærðir fyrir kostnaðarsamanburð. Í niðurstöðum er síðan reynt að komast að því hvort það sé eingöngu kostnaður sem ræður efnisvali á brúm eða hvort það séu aðrir þættir sem ráða efnisvali.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni Arnar Ármannsson.pdf | 3 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Vantar disk með skrám úr burðarþolsforriti sem fylgir með útprentuðum eintökum.