is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13984

Titill: 
 • Er heimabyggð rétti staðurinn fyrir konur í eðlilegri fæðingu? Afturvirk, lýsandi rannsókn á útkomu og undirbúningi eðlilegra fæðinga á ljósmæðrastýrðri einingu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá 1.maí 2010- 1.maí 2011
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að kanna útkomu fæðinga og undirbúning fyrir fæðingu á fæðingadeild Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Rannsóknin er megindleg með lýsandi afturvirku rannsóknarsniði byggðar á upplýsingum úr sjúkraskrám. Úrtakið eru 145 konur sem fæddu á HSS frá 1.maí 2010 til 1.maí 2011og af þeim fengu 66 konur undirbúning fyrir fæðinguna í formi jóga, nálastungna og fræðslu.
  Einungis konur í eðlilegri meðgöngu og fæðingu fæða á HSS. Erlendar rannsóknir sýna að hægt er að reka slíka þjónustu í umsjá ljósmæðra á hagkvæman og öruggan hátt með minni líkum á inngripum í eðlilegt barneignaferli. Undirbúningur eins og jóga, nálastungur og fræðsla á meðgöngu stuðla að náttúrulegri fæðingu, minnka líkur á inngripum og styttir fæðinguna. Helstu niðurstöður voru þær að útkoma spangar var góð. Ein kona hlaut 3° rifu og engin 4°rifu. Lítil notkun sterkra verkjalyfja er á deildinni. Flestar konur notuðu baðið sem verkjastillingu eða 67%, glaðloft var notað í 23% tilfella, og pethidín og phenergan voru notuð í 12% tilfella. Inngrip í fæðingu voru lítil en belgjarof var gert í 23% tilvika. Notkun syntocinons til örvunar var í 11% tilvika. Í 4% tilvika þurfti að beita léttri sogklukku í fæðingu. Blæðing meiri en 500 ml. var 5% hjá 8 konum. Meðalapgarskor barna var 8,5 eftir 1 mín og 9,7 eftir 5 mín.
  Þær konur sem fóru í meðgöngujóga þurftu síst sterk verkjalyf og notuðu vatnsbað til verkjastillingar (84%). Marktækur munur (p=0,003) gefur til kynna að konur sem hafa stundað meðgöngujóga, hafa fengið undirbúningsnálar og farið á foreldrafræðslunámskeið komi betur undirbúnar fyrir fæðinguna og noti frekar vatnsbað sem verkjastillingu. Þar sem úrtakið var lítið er frekari rannsókna þörf. Niðurstöðurnar um ljósmæðrarekna þjónustu á HSS nýtast og hvetja til upplýsts vals kvenna í eðlilegri meðgöngu og fæðingu um að fæða í heimabyggð.
  Lykilorð: Ljósmæðrarekin þjónusta, samfelld þjónusta, eðlileg fæðing, útkoma, meðgöngujóga, nálastungur, fræðsla.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to examine outcome and preparation of births at the maternity clinic in Keflavik hospital (HSS). The research is quantitative with descriptive research design and retrospective design based on information in medical records. The research sample is 145 women which gave birth at Keflavik hospital from 01.05.2010-01.05.2011. and 66 women had preparation before birth in the form of yoga, acupuncture and prenatal classes.
  Only women in low risk pregnancies can give birth at HSS. Foreign researches has shown that it is viable to run economic and safe childbearing care in midwifery-led units with less risk of intervention. Preparations such as yoga,acupuncture and prenatal classes during pregnancy have shown that it has less frequency of intervention and it shorten the birth progress. The primary findings have showned good outcome of the perineum. One woman had 3°tear and nobody had 4°tear. Painkillers are used less at the maternity clinic. Most of the women used the birthpool as pain relief or 67%, entonox was used in 23% cases, use of pethidin and phenergan was in 12% cases. Interventions during labor were few but amniotomy was done in 23% cases. The use of syntocinon to stimulate birthprogress was 11%. The incidence of ventouse in labour was 4%. Bleeding more than 500 ml. was 5% with 8 women. The average apgar was 8,5 in 1 minute and 9,7 in 5 minutes.
  The women who went to prenatal yoga class during pregnancy used less of strong painkillers and they used the birthingpool with ratio of 84%. Significance differences (p= 0.003) indicates that women practising prenatal yoga, utilised acupuncture and go to prenatal classes are better prepared for the birth and use birthpool for pain relief. Because the sample was small there are further research needed. The findings about midwifery-led units at HSS are useful and motivate women to be informed to give birth in their hometown if they are in low risk pregnancy.
  Keywords: Midwifery-led unit, continuity of care, natural birth, outcome, prenatal yoga, acupuncture, prenatal classes.

Samþykkt: 
 • 8.2.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13984


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Steina Þórey.pdf1.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna