Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13989
Í greininni er fjallað um gildi umræðna sem kennsluaðferð og um mat á þátttöku nemenda í umræðum. Sjöfn Guðmundsdóttir er kennari við Menntaskólann við Sund og hefur einkum kennt lífsleikni. Sjöfn hefur langa reynslu af umræðum sem kennsluaðferð og hefur rannsakað þær í eigin kennslu með aðferðum starfendarannsókna.
… Auk algjörs skipulagsleysis í þessum svokölluðu umræðutímum, var andrúmsloftið í kennslustundum svo lélegt að tveir piltar nánast algjörlega yfirgnæfðu umræðuna í flestum tímum og gerði það aðstöðu mína nánast vonlausa. Ég fékk B mínus í einkunn fyrir umræðutímana og fannst ég heppin að ná, bæði vegna þess að ég gat ekki almennilega tekið þátt í þessari umræðu og vegna þess að með tímanum forðaðist ég að mæta í þessa tíma sökum kvíða, feimni, sjálfsmeðvitundar og örvæntingar ... (Jennifer O'Dea, 2006, bls. 1)
Tilvitnunin hér að ofan er lýsing á reynslu nemanda sem sat áfanga í meistaranámi í lýðheilsufræðum við Kaliforníuháskóla. Þetta er lýsandi dæmi um það hvernig umræðutímar eiga ekki að vera, en geta auðveldlega orðið ef kennarinn er ekki skipulagður, meðvitaður og vel undirbúinn.
Titill greinarinnar er fenginn hjá öðrum nemanda sem var spurður álits á umræðutímum. Í orðum hans felst að honum finnst notalegt í umræðutímum, en lítur ekki á þá sem raunverulegar kennslustundir. Í þessari grein er fjallað um umræður sem kennsluaðferð, kosti hennar og galla, sem og markmið og leiðir. Sérstaklega er fjallað um aðferðir til að meta frammistöðu nemenda í umræðutímum og fylgja matsblöð fyrir kennaramat, jafningjamat og sjálfsmat. Að lokum er sagt frá könnun á viðhorfum nemenda til umræðutíma í lífsleikni í framhaldsskóla
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fínt að chilla bara svona.pdf | 356.93 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |