is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13997

Titill: 
  • Dregur mat á umhverfisáhrifum úr neikvæðum umhverfisáhrifum?
Útgáfa: 
  • Febrúar 2013
Útdráttur: 
  • Mat á umhverfisáhrifum (MÁU) er ferli sem er notað til þess að greina umhverfisáhrif framkvæmda sem líklegar eru til þess að hafa í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfið. Tilgangur MÁU er meðal annars sá að nota ferlið til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum eins mikið og kostur er. Rannsóknin sem hér um ræðir snýr að MÁU- ferlinu og samspili þess við neikvæð umhverfisáhrif framkvæmda. Hún byggir í grunninn á spurningunni: Dregur mat á umhverfisáhrifum úr neikvæðum umhverfisáhrifum? Leitast var við að svara spurningunni með því að rannsaka matsferli nokkurra vegaframkvæmda á Íslandi. Athuguð voru öll opinber gögn MÁU-framkvæmdanna, frá því að drög að tillögu að matsáætlun voru lögð fram af framkvæmdaraðila og þar til álit Skipulagsstofnunar lá fyrir. Í tveimur tilvikum voru framkvæmdaleyfi einnig skoðuð. Í framhaldinu voru greindar breytur sem eiga þátt í að móta neikvæð umhverfisáhrif framkvæmdanna. Með því að rannsaka breyturnar fengust niðurstöður um orsakir styrkleika og veikleika MÁU. Útkoma rannsóknarinnar leiddi meðal annars í ljós að með MÁU var dregið nægilega mikið úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmdanna miðað við lög um mat á umhverfisáhrifum. Annað mál er hvort mætti gera betur og draga enn meira úr neikvæðum áhrifum þeirra. Mat á umhverfisáhrifum er lærdómsferli sem þroskast og vex með tímanum og aukinni reynslu. Með því að finna sterka og veika punkta matsins er veittur möguleiki á að betrumbæta það og þar með auka skilvirkni þess í framtíðinni. Gæti þetta átt við um umhverfismat vegaframkvæmda sem og aðrar tegundir framkvæmda.

Samþykkt: 
  • 11.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13997


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Harpa Dögg Magnúsdóttir.pdf650.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna