is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21901

Titill: 
  • Sofðu rótt í alla nótt : svefnbreytingar hjá fólki með Alzheimers-sjúkdóm, úrræði og áhrif á maka
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Erlendar rannsóknir sýna að svefntruflanir og breytt svefnhegðun er algeng hjá einstaklingum með Alzheimers-sjúkdóm. Makar og aðrir umönnunaraðilar Alzheimers-sjúkra upplifa álag og erfiðleika tengt svefntruflunum þeirra síðarnefndu. Hérlendis hefur ekki áður verið gerð rannsókn á svefnbreytingum Alzheimers-sjúkra sem búa utan stofnana.
    Tilgangur: Að afla upplýsinga hjá mökum um svefnbreytingar hjá heimabúandi einstaklingum með Alzheimers-sjúkdóminn og hvaða úræðum og meðferð er beitt. Einnig hvort makarnir hafi fengið upplýsingar um slíkar svefnbreytingar, hvort þær valdi þeim álagi og hvort þeir telji sig þurfa meiri fræðslu og stuðning vegna þeirra. Að auki að kanna hvort munur væri milli kynja á notkun úrræða og þörf fyrir fræðslu.
    Aðferðafræði: Rannsóknin var lýsandi þversniðskönnun. Þátttakendur voru 65 makar fólks með Alzheimers-sjúkdóm sem bjuggu á eigin heimili. Gagnaöflun fór fram frá janúar til marsloka 2014.
    Niðurstöður: Þriðji hver maki taldi svefnvandamál vera til staðar. Algengustu svefnbreytingar voru að þeir Alzheimers-sjúku svæfu meira á hverjum sólarhring (60%) og að svefnvenjur þeirra væru óreglulegri (46%). Ríflega þriðjungur þátttakenda taldi að nætursvefn þeirra sjálfra yrði fyrir röskun a.m.k. fjórar nætur í viku vegna atferlis/svefntruflana makans og 35% þátttakenda taldi að svefntruflanir eða svefnvandmál maka þeirra yllu þeim oft álagi eða miklum erfiðleikum. Algengasta úrræðið var lyfjagjöf. Einungis 17% þátttakenda taldi sig þurfa meiri aðstoð og stuðning vegna svefntruflana maka síns. Meirihluti þátttakenda (71%) sagðist ekki hafa fengið upplýsingar um svefntruflanir tengdar Alzheimers-sjúkdómnum en tæplega helmingur vildi meiri fræðslu og upplýsingar um svefntruflanir og möguleg úrræði. Ekki kom fram kynjamunur á notkun úrræða eða ósk um frekari fræðslu.
    Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar eru sambærilegar niðurstöðum erlendra rannsókna og sýna að svefnvandamál Alzheimers-sjúkra á Íslandi, sem búa heima, eru algeng. Þau reynast mökum þeirra oft erfið og algengasta úrræðið er lyfjagjöf. Fræðslu og miðlun upplýsinga til maka um svefntruflanir og möguleg úrræði virðist ábótavant. Einnig mætti efla stuðning við maka sem tekur mið af sértækum þörfum þeirra og hinna Alzheimers-sjúku.
    Lykilhugtök: Alzheimers-sjúkdómur, heilabilun, svefntruflanir, úrræði við svefntruflunum, umönnunaraðilar.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Research has shown that sleep disturbance and altered sleep behaviour is common among individuals with Alzheimer‘s disease. Caregivers of Alzheimer´s sufferers experience stress and difficulties associated with the sleep disturbances. Research is lacking in Iceland on sleep changes in non-institutionalised people with Alzheimer‘s.
    Purpose: To gather information from spouses about sleep change in people with Alzheimer´s living at home, applied resources and treatment. Moreover, whether spouses have received information about sleep changes, experience stress or feel they need more education and support. Furthermore, to examine sex difference in the use of resources and need for education.
    Methods: This study was a descriptive cross-sectional survey. Participants were 65 spouses of people with Alzheimer´s disease living at home. The data was collected between January and the end of March 2014.
    Results: Every third spouse reported sleep problems. Most Alzheimer´s sufferers slept more daily (60%) and their sleep habits were more irregular (46%). Over third of the participants reported disturbed sleep at least four nights per week due to behaviour/sleep disturbance of the spouse and 35% believed their spouses sleep disturbance often/always caused them stress or much/great difficulty. The most common treatment is medication. Only 17% of the participants felt they needed more assistance and support. The majority of participants (71%) said they had not received information about sleep disturbance associated with the Alzheimer´s disease and almost half wanted more education and information on sleep disturbance and available resources. There was no sex difference in utilization of resources or request for further education.
    Conclusions: The results show that sleep problems of Alzheimer´s sufferers in Iceland, living at home, are common and on par with reported results from other countries. These problems are taxing for the spouses and usually treated with medication. Spouses do not seem to receive adequate information or education about the sleep problems. Individualised support for the spouses as well as the Alzheimer´s sufferers could be strengthened.
    Key words: Alzheimer‘s-disease, dementia, sleep disturbance, intervention for sleep disturbance, caregivers.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.5.2017.
Samþykkt: 
  • 8.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21901


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sofðu rótt í alla nótt V3.pdf3.69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Sofðu rótt í alla nótt V3 - efnisyfirlit.pdf181.93 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Sofðu rótt í alla nótt V3 - heimildaskrá.pdf448.92 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna