is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34592

Titill: 
  • Leit barnshafandi kvenna að upplýsingum á netinu og fræðsla í meðgönguvernd
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Aðgangur barnshafandi kvenna að upplýsingum og fræðsluefni um meðgönguna á netinu hefur stórlega aukist á síðastliðnum árum. Vísbendingar eru um að netnotkun meðal barnshafandi kvenna sé mikil.
    Tilgangur: Að varpa ljósi á netnotkun meðal íslenskra barnshafandi kvenna, með tilliti til tíðni, tegundar og tímasetningar netleitar, ásamt því að skoða mun á netnotkun frumbyrja og fjölbyrja. Einnig var rannsökuð sú fræðsla sem veitt er í meðgönguvernd og samskipti við ljósmóður.
    Aðferðafræði: Þversniðsrannsókn og um sjálfvalið úrtak var að ræða. Spurningalisti, sem hannaður var af rannsakanda og innihélt 32 spurningar, var lagður fyrir á Facebook. Við greiningu gagna var notuð lýsandi tölfræði.
    Niðurstöður: Alls svöruðu 427 íslenskar konur listanum. Meðal meðgöngulengd var 29 vikur, hlutfall frumbyrja var 45% og fjölbyrja 55%, 59% voru á aldrinum 26 til 34 ára og 57% með háskólapróf. Alls notuðu 99% netið til að afla upplýsinga á meðgöngunni, 90% fannst netleit hjálpleg og 47% notuðu netið mest á fyrstu þrettán vikunum, jafnt frumbyrjur sem fjölbyrjur. Frumbyrjur skoðuðu netið marktækt oftar en frumbyrjur eða 1-3x á dag en 60% þátttakanda leituðu vikulega á netinu að upplýsingum. Konurnar leituðu oftast að efni um fósturþroska, meðgöngukvilla og næringu. Alls 71% þátttakenda fannst þær fá fullnægjandi fræðslu í meðgönguvernd, 56% treystu upplýsingum frá ljósmóður mjög vel og 35% fremur vel. Þá voru 49% kvennanna sem ræddi upplýsingar af netinu við ljósmóður.
    Ályktanir: Netnotkun meðal barnshafandi kvenna er mikil og þar sem flestar leita mest að upplýsingum á fyrstu 13 vikum meðgöngunnar væri gott ef ljósmæður hefðu stofnað til samskipta við konur fyrir þann tíma til að miðla upplýsingum og þekkingu. Eins þurfa ljósmæður að hafa frumkvæði af því að ræða netnotkun í meðgönguvernd þar sem aðeins tæplega helmingur þátttakanda virðist ræða við ljósmæður um fengnar upplýsingar af netinu.
    Lykilorð: netnotkun, barnshafandi, frumbyrjur, fjölbyrjur, meðganga, fæðingarfræðsla, meðgönguvernd, andleg líðan, lýsandi rannsókn.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Access to information and researches concerning pregnancy on
    the Internet has increased significantly over the years. Research suggests that
    Internet use of pregnant women is high.
    Objective: Assess the Internet use of Icelandic pregnant women, including
    frequency, categories, and time. Study the scale of Internet use of primipara
    and multipara. Finally, determine if pregnant women felt their midwives'
    guidance was sufficient.
    Methods: A cross-sectional study with a self-controlled sample. The
    researcher designed the questionnaire, which contained 32 questions, and was
    submitted on Facebook. Statistical analyses were carried out using descriptive
    statistics.
    Findings: The participants were 427 with the average gestational length of 29
    weeks, 45% primipara and 55% multipara, 59% were 26-34 years and 57%
    with a university degree. 99% of the participants used the Internet to search for
    information during pregnancy, 90% felt it helpful and 47% used it especially
    during the first thirteen weeks, both primipara and multipara. Primipara 1-3
    times daily Internet use was higher than multipara. 60% used it to access
    information every week and mostly about fetal development, complications,
    and nutrition. Nevertheless, 71% felt that their midwives' guidance was
    sufficient, and 56% trusted their counsel very well and 35% rather well. Only
    49% discussed information from the Internet with their midwives.
    Conclusion: Internet use among pregnant women in Iceland is high. Since
    most women seek information during the first 13 weeks of pregnancy, it would
    be good if midwives have established relationships with women before that
    time to share information and knowledge. Futher, midwives need to take the
    initiative of discussing internet use with their patients during their prenatal care
    appointments because barely half of the participants appeared to communicate
    to their midwives concerning information obtained online.
    Keywords: Internet, pregnant, primipara, multipara, pregnancy, birth
    education, prenatal care, mental health, descriptive study.

Samþykkt: 
  • 5.11.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34592


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_GÁG_skemman.pdf455.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna