Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1400
Lokaverkefnið fjallar um fjölmenningarlegt skólastarf í leikskólum. Börn af erlendum uppruna eiga sama rétt og önnur börn til menntunar og mikilvægt er að skólastarf sé lagað að þörfum allra barna. Huga þarf að mörgum þáttum leikskólastarfsins má þar nefna foreldrasamstarf, tungumál, kennara, kennsluaðferðir og umhverfi leikskólans.
Fjallað verður um könnun sem gerð var á meðal fimm leikskólastjóra í Borgarbyggð um reynslu, viðhorf, stöðu mála og framtíðarsýn varðandi börn af erlendum uppruna. Helstu niðurstöður voru þær að ýmsar leiðir höfðu verið farnar en jafnframt bar á óöryggi og nauðsyn á fræðslu um starfsaðferðir. Leikskólar Borgarbyggðar hafa því þörf fyrir áætlun sem hægt er að nýta við móttöku og starf með börnum af erlendum uppruna og var það helsta markmiðið með verkefninu. Lokaverkefnið samanstendur af greinargerð, handbók fyrir starfsfólk leikskólanna og upplýsingarbæklingi fyrir erlenda foreldra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Enginn er eins en allir eru jafnmikils virði- greinargerð.pdf | 229.92 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Enginn er eins en allir eru jafn mikils virði - handbók fyrir starfsfólk.pdf | 755.64 kB | Opinn | Handbók fyrir starfsfólk | Skoða/Opna | |
Enginn er eins en allir eru jafn mikils virði- upplýsingabæklingur fyrir foreldra.pdf | 639.3 kB | Opinn | Upplýsingabæklingur fyrir foreldra | Skoða/Opna |