is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14002

Titill: 
 • Skilvirkni og framkvæmd mats á umhverfisáhrifum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Líkt og heiti verkefnisins ber með sér var markmiðið að kanna skilvirkni og framkvæmd mats á umhverfisáhrifum hér á landi. Viðhorfskönnun var send aðilum sem með einhverjum hætti höfðu haft aðkomu að mati á umhverfisáhrifum á norðausturhorni landsins á tímabilinu 2006-2011. Sérstök áhersla var lögð á þátttöku almennings, sem gerir könnunina frábrugðna fyrri könnunum á þessu sviði.
  Á grundvelli könnunarinnar var leitast við að svara því hve skilvirkt matsferlið er og hversu góð framkvæmdin, út frá sjónarhóli þeirra er að því koma. Svarhlutfall var mjög gott, eða um 82%.
  Af niðurstöðum könnunarinnar að dæma er ljóst að ýmislegt má betur fara við framkvæmd mats á umhverfisáhrifum. Flestir telja að löggjöfin sé skýr og niðurstaðan sú að skilvirkni mats á umhverfsáhrifum er nokkuð góð. Hins vegar er álitamál hvort framkvæmdin sem slík nái þeim markmiðum sem stefnt er að með lögum. Almenningur virðist upplifa sig máttvana og hefur því litla trú á þátttöku í matsferlinu.
  Lykilorð: Almenningur, framkvæmd, mat á umhverfisáhrifum, viðhorfskönnun, skilvirkni.

Samþykkt: 
 • 11.2.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14002


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RakelDMagnusd_LOK.pdf787.49 kBOpinnPDFSkoða/Opna