en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1401

Title: 
  • Title is in Icelandic Bara 5 mínútur í viðbót
Keywords: 
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Lýsing Heimildarmyndin “Bara 5 mínútur í viðbót” fjallar um tölvuleikjafíkn ungfólks (þó aðalega drengja). Sýnt er framá hvernig fíknin hefur áhrif á þeirra nánasta umhverfi, félagsleganþroska og almennt líf þriggja drengja. Talað er við sérfræðinga s.s. sálfræðing, tölvufræðing, yfirlögregluþjón, sem og þrjá drengi á mismunandi aldri sem allir eiga það sameiginlegt að vera háðir tölvuleikjum. Ástæðan fyrir vali viðfangsefnisins Það var fyrst og fremst áhugi á viðfangsefninu sem fékk mig til þess að taka það fyrir. Nokkrar hugmyndir höfðu skotið upp kollinum áður en ég náði lendingu og valdi tölvuleikjafíknina sem efni í lokaverkefni. Ég hafði unnið mjög svipað verkefni áður en þó frá öðru sjónarhorni. Það var lokaverkefni á fjölmiðlabraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hugmyndin fæddist í kjölfarið á mikilli umfjöllun fjölmiðla á fíkninni í vetur. Ég hafði þó unnið ritgerð um sama efni í áfanganum “áhættuhegðun unglinga” sem ég var í fyrir jól. Markmið? Markmið myndarinnar er að taka saman þær upplýsingar sem tengjast tölvuleikjafíkn og sýna það á nútíma formi. Undanfarið hefur mikið verið rætt um tölvuleikjafíkn í sjónvarpi, blöðum og samfélaginu öllu. Þetta er vaxandi vandamál sem vert er að fjalla um og vekja athygli á. Tölvuleikjafíkn er orðið að samfélagsmeini sem kalla má falið eða þögult vandamál. Fíknin leynist inná heimilum fólks og getur orðið svo alvarlegt að það kemur til kasta lögreglu þegar taka þarf á vandamálinu. Þess vegna er það nauðsynlegt að til sé fræðandi heimildarmynd þar sem rætt er bæði við sérfræðinga og notendur tölvuleikja til að upplýsa fólk um þessa fíkn.

Accepted: 
  • Nov 13, 2007
URI: 
  • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/1401


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Bara5minuturividbot_Greinargerd.pdf119.34 kBOpenGreinargerð PDFView/Open