is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14034

Titill: 
  • Tilfinningagreind í gegnum leiklist : hvers vegna er mikilvægt að efla tilfinningaþroska barna og hvernig er hægt að gera það í gegnum leiklist
  • Hvernig líður mér? Hvernig líður þér? : handbók fyrir kennara eða aðra sem vilja nota leikræna tjáningu til að efla tilfinningaþroska nemenda á unglingastigi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í lokaverkefni þessu er tekist á við spurninguna um hvernig vinna mætti með tilfinningagreind í gegnum leiklist eða leikræna tjáningu. Miðað er við nemendur á unglingastigi eða í 8.-10. bekk þó svo að námsefnið mætti jafnvel nýtast á miðstigi. Unnið er út frá hugmyndinni um samþættingu tjáningar, lífsleikni og leiklistarkennslu. Verkefnið samanstendur af kennsluefni sem höfundur kallar Hvernig líður mér? Hvernig líður þér? og greinagerð. Í greinagerðinni er fræðileg umfjöllun um tilfinningar og tilfinningagreind barna á eldri stigum grunnskólans og stuðst við kenningar fræðimanna. Fjallað er um þroskaþætti og varpað fram hugmyndum um hvernig meðfylgjandi kennsluefni gæti hjálpað til við að efla unglinga með aðstoð leiklistar til að tjá og skilja tilfinningar sínar og annarra. Þá er bent á umfjöllun aðalnámskrár grunnskóla um þátt tilfinninga í skólastarfi og áherslur aðalnámskrár í leikrænni tjáningu, leiklist og lífsleikni sem tengjast efninu. Kennsluefnið er ætlað sem handbók fyrir kennara, foreldra, námsráðgjafa eða hvern þann sem vill vinna með tilfinngagreind ungmenna. Handbókinni fylgja einnig kort þar sem
    bæði kemur fram með orði og mynd um hvaða tilfinningu er verið að fjalla. Sá þáttur er meira ætlaður ungmennunum til að draga sjálfir hvaða tilfinningu þeir eigi að ræða um, túlka eða tjá með einum eða öðrum hætti. Þar er ekki kennari að segja til um efni heldur fá nemendur af handahófi tiltekið spil og mætti þá ætla að nemandinn eða hópurinn taki því á annan hátt en gefnum fyrirmælum.

Samþykkt: 
  • 20.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14034


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKALOKALOKAHALLA.pdf523.71 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
LOKALOKABÓK.pdf2.04 MBOpinnhandbókPDFSkoða/Opna